Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.08.1992, Qupperneq 50

Æskan - 01.08.1992, Qupperneq 50
GLÆSILEGUR ÁRANGUR íslendinga á Ólympíuleikum fatlaðra og þroskaheftra. íslensku keppendurnir stóðu sig afar vel á leikunum. Alls hlutu fatl- aðir íþróttamenn 17 verðlaun: Þrenn gullverðlaun, tvenn silfur- verðlaun og tíu bronsverðlaun í sundgreinum - tvenn bronsverð- laun í hlaupi. Þroskaheftir hrepptu tíu gullverðlaun, sex silfurverðlaun og fimm bronsverðlaun - alls 21 verðlaun! Allir unnu keppendurnir sigra. Það gerðu þeir raunar þegar með því að hefja æfingar í íþróttum, sumir mjög mikið fatlaðir. Verölaunahafar í flokki fatlaðra: Ólafur Eiríksson hlaut tvenn gullverðlaun - fyrir sigur í 400 m skriðsundi (Ólympíumet) og 100 m flugsundi (Ólympíu- og heims- met), og tvenn bronsverðlaun. Sjá viðtal við Ólaf í 7. tbl. Æsk- unnar 1990. Lilja María Snorradóttir hlaut silfur í 400 m skriðsundi - brons í 100 m flugsundi, 100 m baksundi, 50 m og 100 m skriðsundi. Sjá 2. tbl. Æskunnar 1989. Rut Sverrisdóttir fékk brons- verðlaun í 200 m fjórsundi og 100 m baksundi. Viðtal í 9. tbl. tbl. Æskunnar 1991. Geir Sverrisson sigraði í 100 m bringusundi og setti Ölympíumet. Hann varð þriðji f 100 m hlauþi. Geir svarar aðdáendum í þessu tölublaði. Kristín Rós Hákonardóttir kom önnur að bakkanum í 200 m fjór- sundi - og þriðja í 100 m baksundi. Birkir R. Gunnarsson fékk bronsverðlaun í 300 m skriðsundi. Haukur Gunnarsson varð þriðji í 200 m hlaupi. Verólaunahafar í flokki þroskaheftra: Sigrún Huld Hrafnsdóttir hlaut níu gullverðlaun - fimm í einstak- lingsgreinum og fjögur í boðsundi, auk tveggja silfurverðlauna! í 5. tbl. Æskunnar 1990 var viðtal við Sig- „HRÓI“ HEIÐRAÐUR Kevin Costner fór meö hlutverk Hróa hattar i kvikmynd um hann - eins og þið munið. Yfirvöld Notting- ham-borgar hafa ákveðið að heiðra Kevin fyrir að endurnýja áhuga manna á sögunni um Hróa. Raunar var ekk- ert atriði myndarinnar tekið upp í Skírisskógi eöa nálægt Nottingham. Samt hafa mun fleiri ferðamenn kom- ið til borgarinnar að undanförnu en áður en myndin var sýnd. Kevin hefur nú leyfi yfirvalda til að frelsa alla fanga sem kunna að vera í haldi í Nottingham-kastala - en hann hefur ekki verið notaður sem fangelsi síðan 1920. Leikarinn fær líka ör sem á að gera honum kleift að ferðast ó- hindrað um Skírisskóg. Þar hefur hann aldrei stigið fæti... (Heimild: DV 1.9. 1992) rúnu Huld. Þá sagðist hún kannski verða sunddrottning einhvern tíma. Það er hún sannarlega orðin! Gull-greinar Sigrúnar Huldar (H merkir heimsmet!): 200 og 400 m skriðsund (H - H), 50 og 100 m bringusund (H), 200 m fjórsund (H). Silfurverðlaun: 50 og 100 m skriðsund. Guðrún Ólafsdóttir hreppti gull í 200 m baksundi, silfur í 50 m baksundi og 200 m bringusundi; brons í 100 m baksundi og 100 m bringusundi. Bára P. Erlingsdóttir varð í öðru sæti í 50 m flugsundi, þriðja sæti í 50 m bringusundi, 100 m flugsundi og 200 m fjórsundi. Katrín Sigurðardóttir fékk silf- urverðlaun í 200 m baksundi. Þessar fjórar stúlkur voru í boð- sundssveitinni sem sigraði í 4x50 m og 4x100 m fjórsundi og skrið- sundi - og setti heimsmet í öllum greinunum! Allarsigurgreinareru Ólympíumet. ísland varð í 2. sæti á afreka- lista móts þroskaheftra - af 73 löndum! UNG LEIKKONA Nýlega var frumsýnd kvikmynd- in Svo á jörðu sem á himni eftir Kristínu Jóhannesdóttur. Með eitt aðalhlutverkið fer ung telpa, Álfrún Helga Örnólfsdóttir 11 ára. Höfundur hefur fengið mjög góða dóma fyrir verk sitt - og Álf- rún Helga fyrir leik sinn. Hún hef- ur áður tekið þátt í leiksýningum - lékt.a.m. Birgittu í Söngvaseið (sjá 5. tbl. Æskunnar 1991) og fer nú með hlutverk ídu í leikritinu Emil í Kattholti (1. tbl. 1992) TVÍBURARNIR Á TAKKASKÓNUM Akurnesingar urðu íslands- meistarar í knattspyrnu 1992. Leik- menn 2. flokks þar í bæ hömpuðu bikarmeistara- og íslandsmeist- aratitli, innan- og utanhúss! Tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir léku í báðum flokk- um! Þeir eru afar leiknir með knött- inn og fylgnir sér. Arnar var marka- hæstur í 1. deild með 14 mörk. Bjarki skapar alltaf mikinn usla í vörn andstæðinganna með góð- um sendingum. Knattspyrnuliðin Stuttgart og Feyenoord eru á höttunum eftir tví- burunum og sjálfir segjast þeir stefna að því að komast í atvinnu- mennsku, helst á næsta ári. „Það er bara hægt að leika knattspyrnu í 3 mánuði á ári á ís- landi svo að vel sé og það er hætta á stöðnun hjá okkur. Það er nauð- synlegt fyrir okkur upp á framtíð- ina að komast út og reyna okkur þar,“ sagði Arnar. Arnar og Bjarki hafa vakið gríð- arlega athygli í sumar. Margirtelja þá efnilegustu knattspyrnumenn sem komið hafa fram hér á landi í langan tíma, ef ekki frá upphafi... Þeir svöruðu aðdáendum í 6. tbl. Æskunnar 1989. (Stuðst við greinar í DV 7.9. 1992) OG ÞAÐAN 5 4 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.