Æskan - 01.10.1992, Page 5
„HIÐ GRÆN£ HIARTA
EVROPU”
■ minnum á sam-
\ \l /'l |f Í1 keppnina um
wm ■mL' bestu smásöguna
og besta Ijóðið - og getraunina -
sem kynnt voru í 8. tbl. 1992. Frest-
ur til að senda sögur, Ijóð og svör
ertil 1. desembernk.
Munið að allir sem senda Ijóð
og sögur fá verðlaun: Æskubók að
eigin vali.
Hér á eftir fer lýsing Margrétar
Hauksdóttur í kynningardeild Flug-
leiða á áfangastað aðalverðlauna-
hafa:
Vinningshafar í smásagna- og
Ijóðakeppni og verðlaunaget-
raun Æskunnar, Flugleiða og
Ríkisútvarpsins hljóta að þessu sinni
ferð til Lúxemborgar.
Flugleiðir og áður Loftleiðir hafa
rekið áætlunarflug til Lúxemborgar
allt frá árinu 1955. Nú eru þangað
daglegar ferðir og suma daga, sér-
staklega yfir sumartímann, hafa ferð-
irnar verið tvær.
Werðlaunahafarnir munu fljúga á-
samt fararstjóra frá Flugleiðum
í einni af hinum nýju Boeing 757-
200 vélum félagsins.
Lúxemborg er gjarnan kölluð
„Hið græna hjarta Evrópu” og
eru það orð að sönnu. Það eru fá
lönd sem bjóða upp á jafnmikla feg-
urð og fjölbreytileika í landslagi á
jafnlitlu svæði. í norðurhlutanum er
fjalllendi en suðurhlutinn erfrjósamt
landbúnaðarland. Um þriðjungur
landsins erskógi vaxinn.
Lúxemborg er hertogadæmi og
íbúar eru um 370 þúsund.
Þrjú lönd liggja að Lúxemborg:
Belgía, Frakkland og Þýskaland.
Margir þeirra íslendinga, sem leggja
leið sína til Lúxemborgar, taka bíl á
leigu og aka frá Lúxemborg, t.d. til
þessara landa. Ekki þarf að aka nema
í hálfa til eina klukkustund til að fara
yfir landamærin.
Ekki er ólíklegt að verðlaunahaf-
arnir lendi í slíkri ferð, t.d. til Metz í
Frakklandi en nálægt Metz býr
skemmtilegur þjóðflokkur sem nefn-
ist Strumpar.
En það er svo sem ekki nauðsyn-
legt að fara út fyrir landamæri Lúx-
emborgartil að hitta skemmtilegt
fólk og skoða merkverða staði. Þar
erfjöldinn alluraf glæsilegum bygg-
ingum frá miðöldum og má þart.d.
nefna Viandenkastalann og rústir Bo-
urscheldkastalans. Að staldra við á
slíkum stöðum er líkt því að hverfa
aftur í miðaldir. Afar víða eru falleg-
ir litlir bæir og þorp með sérkennileg-
um þröngum strætum eins og t.d.
Diekirch og Ecternach.
Og það þarf ekki einu sinni að
fara út fyrir höfuðborgina til að finna
áhugaverða staði. Höfuðborgin, sem
heitir Lúxemborg var á miðöldum
eitt rammgerðasta vígi í gervallri álf-
unni. Gamli borgarkjarninn er í fal-
legu dalverpi og girtur með miklum
borgarmúr sem gaman er að skoða.
í múrnum er flókið kerfi ganga sem
komu að góðum notum í síðari
heimsstyrjöldinni þegar þeir voru
notaðir sem loftvarnabyrgi. Hertoga-
höllin sjálf er einnig merkileg bygg-
ing en hún er frá 16 öld. Um alla
borg eru gamlar byggingar, kaffihús
og veitingastaðir og í Lúxemborg
blandast andblær miðalda og nútíma
samfélags.
Lúxemborg er ákaflega vinaleg
og falleg og mun án efa taka vel á
móti verðlaunahöfum Æskunnar.
Æ S K A N S