Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1992, Síða 16

Æskan - 01.10.1992, Síða 16
Umsjón: Óskar Ingimarsson FIMM HÆNUR Saga ævintýraskáldsins H.C.Ander- sens um fjöðrina sem varð að fimm hænum er enn í fullu gildi eins og aðrar góðar dæmisögur. Þar er að sjálf- sögðu átt við „venjulegar" hænur sem hafa verið ræktaðar um langan aldur vegna eggjanna og kjötsins - og reyndar fjaðr- anna líka. Hænsnafiður var nefnilega not- að í sængur og kodda hér áður fyrr. En hænunafnið er dálítið villandi því að margar fuglategundir bera það og þá oftast sem seinni hlutann í heiti sfnu. Hér verður lítillega sagt frá fimm þessara tegunda en þær eru allar af svokallaðri relluætt. Þær eru votlendisfuglar eins og aðrar rellur, nokkuð gildvaxnar en höfuðlitlar og með gríðarlangar tær svo að þær eiga auðvelt með að ganga á vatnagróðri. Hreiðrið er yfirleitt í reyr eða sefi við tjarnir og vötn og stundum á floteyjum. Margar eru í skraut- legum litum. Bleshæna er meðal stærstu tegundanna sem sjást í Evrópu, um 38 sm á lengd. Hún er grásvört með gljáandi, kolsvart höfuð. Áberandi einkenni eru hvítur skjöldur í enni og hvítt nef. Einnig eru hvítar rákir á hlið- um og að nokkru leyti á vængjum. Fætur eru grágrænir og tærnar langar með sund- blöðkum enda kafar fuglinn og syndir af mestu prýði. Hins vegar er hann fremur þunglamalegur á flugi. Hreiðrið er í þéttu sefi eða reyr og eggin 7-15. Bleshænan á heima um mestalla Evrópu norður til suð- urhluta Skandinavíu og Finnlands. Húr er nokkuð tíður flækingur á íslandi og hefur verpt hér. Auk þess er hún í Norður-Afr- íku, Asíu og Ástralíu. Sefhæna er talsvert minni, um 33 sm, og þrekvaxin. Hún er dökkgrá eða svartleit með rauðan ennisskjöld og rautt nef, gult í oddinn. Bakið er ólífugrænt og fætur grænir. Þegar hún verður æst er hún sí- fellt að hrista stélið. Hún hefur sig til flugs með því að fleyta kerlingar eftir vatnsborð- inu. Hreiðrið er í sefi eða kjarri við vötn en sefhænan verpir líka stundum í gömul hreiður annarra fugla. Útbreiðslusvæði sefhænu í Evrópu er svip- að og hjá bleshænu. Þó er hún öllu algeng- ari um sunnanverða álfuna. Annars má finna hana í öllum heimsálfum nema Ástr- alíu. Hún flækist hingað til lands. Bláhæna er miklu stærri en áðurnefndar tegundir, um 48 sm á lengd. Hún er fag- urlit, dökkrauðblá að ofan og með græn- bláa slikju á hálsi og bringu. Nefið er hátt og ennisskjöldur skærrauður. Bláhænan heldur sig mest í reyrþykkni við vötn og klöngrast þar um stöngla en syndir sjaldan. Hún er varpfugl í Suður- Evrópu, einkum á Spáni og í Þortúgal, en á auk þess heima í Austurlöndum nær og víðar í Asíu, í Afr- íku og Ástralíu. Húðhæna er um 40 sm á lengd með hvít- an ennisskjöld sem greinir sig vel frá blá- gráu nefi. Hún dregur nafn sitt af því að hún er með rauða hnúða sinn hvorum megin við ennisskjöldinn um varptímann. Fætur eru blágráir. Hún líkist að ýmsu leyti bleshænu í háttum en er styggari og felu- gjarnari. Útbreiðslusvæði hnúðhænu er Austur- og Suður-Afríka og hún er einnig í Marokkó og á Madagaskar. Líkur benda til að hún sé staðfugl á Spáni. Snípuhæna á aðeins heima í Suður-Am- eríku. Hún er meðal stærri tegundanna, um 45 sm á lengd, brún að ofan en grá á höfði, hálsi og brjósti með hvítan blett á kverk. Sérkennilegt gróp er í nefið við rót- ina. Snípuhænan heldur sig einkum á fenjasvæðum Amasónfljóts. Innfæddir kalla hana ypakahu. 7 6 Æ S K A N

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.