Æskan - 01.10.1992, Síða 20
Chris Kelly og Chris Smith,
sem kalla sig Kris Kross,
hafa heldur betur „slegið í
gegn” með fyrstu plötu sinni, „Jump”
eða Stökktu! - einkum fyrir sam-
nefnt titillag. Nú hefurverið gefin út
ný plata með þeim og nefnist hún
„Totally Crossed Out”. Á henni er
lagið Stökktu! í endurbættri útgáfu
og fleiri lög í sama stíl. Talið er að sú
plata eigi eftir að koma þeim enn
lengra en á toppinn!
Eftir því sem best er vitað eru
böm og unglingar í Englandi, Þýska-
landi og Svfþjóð farin að herma eft-
ir sérstæðum klæðaburði þeirra.
Chris Smith
heitir fullu nafni Chris Harrison
Alsen Smith - en nefnir sig Daddy
Mac í dúettinum. Hann er fæddur
1. október 1979 í Atlanta í Georgíu
og á heima þar. Hann er 1,50 m -
43 kg - brúneygður og dökkhærður.
Foreldrar hans eru Lunnie og Angie
KRIS KROSS
Upplýsingar frá Salóme Siguróardóttur.
Smith - systkini Lunnie 19 ára og
Jennifer 16 ára. Hann klæðist skyrtu
í XL-stærð (yfirstærð...)
Gæludýr hans er snákur. Hann
dáir „Naughty By Nature” (= Óþekk-
ur að eðlisfari) og Stevie Wonder.
Hann kýs helst að borða ostaborg-
ara og pitsur. Eftirlætisdrykkur hans
er vatn. Áhugamál eru: Að tala í
síma, fara í bíó; knattspyrna, tölvu-
leikir o.fl. í framtíðinni langar hann
til að „gefa út árangursríkar rapp-
plötur.”
Chris Kelly
heitir James Kristófer Kelly - en
nefnir sig Mac Daddy. Hann er
fæddur 8. nóvember 1978 í Engla-
skógi í Georgíu en á heima í Atl-
anta. Hann er 1,54 m - 45 kg -
brúneygður og dökkhærður. Móðir
hans heitir Donna Kelly. Hann á
hvorki systkini né gæludýr. Hann
notar skyrtur f yfirstærð. Naughty
By Nature og Mikjáll Jackson eru
eftirlæti hans. Hann kýs helst að
borða ostaborgara og franskar kart-
öflur og drekka ferskan ávaxtasafa.
Hann hefur áhuga á körfuknatt-
leik, tölvuleikjum og að versla. Hann
dreymir um að leika körfuknattleik
á Ólympíuleikum.
SILFUR í SÓFÍU
BESTA OG
EFNILEGASTA
knattspymufólkið 1992, að mati
leikmanna, var valið á lokahátíð
þess síðla septembers. Luca Kost-
ic og Jónína Víglundsdóttir, fyrir-
liðar Skagamanna (ÍA) voru valin
bestu leikmenn deildanna. Skaga-
maðurinn Arnar Gunnlaugsson,
markahæsti maður deildarinnar,
var valinn efnilegasti leikmaður
sumarsins í karlaflokki og Ásthild-
ur Helgadóttir úr Breiðabliki var tal-
in efnilegust í kvennaflokki.
Efnilegasta knattspyrnufólkið,
Arnar og Ásthildur
Knattspyrna
kvenna
Breiðablik varð íslandsmeistari í
knattspyrnu kvenna.
Blika-stúlkurnar tryggðu sér tit-
iijnn þegar þær gerðu jafntefli við ÍA
(Iþróttabandalag Akraness) í mikl-
um rok- og baráttuleik 9. septem-
ber sl.
Stúlkurnarstóðu sig mjög vel f
keppninni í sumar en hörð barátta
var milli þeirra og Skagakvenna.
Þjálfari kvennaflokks Breiða-
bliks, Guðjón Reynisson, sagðist
ekki vera feiminn við að segja að
hann væri með besta liðið á land-
inu þó að margir hefðu dregið það
í efa.
„Ég hef aldrei á þjálfaraferli mín-
um kynnst eins skemmtilegum, já-
kvæðum og hæfileikaríkum hópi
og þessum,” sagði hann.
Með liði ÍA lék Halldóra Gylfa-
dóttir fyrrum „Bliki” - að líkindum
síðasta leik sinn. í ágúst fékk hún
þann úrskurð lækna að hún mætti
ekki leggja stund á knattspyrnu.
Blika-stúlkurnarfærðu Halldóru
gjöf, ramma með myndum af henni
sjálfri, með ósk um að henni batn-
aði sem fyrst. Gjöfinni fylgdu þess-
ar vfsur:
Þótt skónum þínum skipir hátt
í skáp að safna ryki
þá aldrei gleyma einu mátt,
að eitt sinn varstu Bliki.
Hjá okkur fékkstu góðan grunn;
gangurinn var hraður.
Afleiðingin öllum kunn:
Ekta Skagamaður.
Sveit TBR stóð sig mjög vel á
Evrópumóti félagsliða í badminton
(hniti) sem fram fór í Sófíu í Búlgar-
íu í september. TBR vann þýsku
sveitina, 4-3, í undanúrslitum en
hún vartalin sigurstranglegust fyr-
ir keppnina. [ úrslitaleiknum varð
liðið að láta í minni pokann fyrir
Austurríkismönnum - en fyrir þann
leik fékk það einungis 45 mínútna
hvíld en hið austurríska þrjár
klukkustundir.
Broddi Kristjánsson, einn liðs-
manna, sagði að helst mætti þakka
þennan góða árangur framförum
leikmanna og einnig nyti TBR-lið-
ið góðs af því að vera eingöngu
skipað landsliðsmönnum.
„Við höfðum áður náð lengst í
undanúrslit en nú gekk næstum
allt upp hjá okkur og okkur tókst
að leika mjög góða leiki.”
(Heimild íþróttafrétta: Morgunblaðið)
2 0 Æ S K A N