Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1992, Blaðsíða 20

Æskan - 01.10.1992, Blaðsíða 20
Chris Kelly og Chris Smith, sem kalla sig Kris Kross, hafa heldur betur „slegið í gegn” með fyrstu plötu sinni, „Jump” eða Stökktu! - einkum fyrir sam- nefnt titillag. Nú hefurverið gefin út ný plata með þeim og nefnist hún „Totally Crossed Out”. Á henni er lagið Stökktu! í endurbættri útgáfu og fleiri lög í sama stíl. Talið er að sú plata eigi eftir að koma þeim enn lengra en á toppinn! Eftir því sem best er vitað eru böm og unglingar í Englandi, Þýska- landi og Svfþjóð farin að herma eft- ir sérstæðum klæðaburði þeirra. Chris Smith heitir fullu nafni Chris Harrison Alsen Smith - en nefnir sig Daddy Mac í dúettinum. Hann er fæddur 1. október 1979 í Atlanta í Georgíu og á heima þar. Hann er 1,50 m - 43 kg - brúneygður og dökkhærður. Foreldrar hans eru Lunnie og Angie KRIS KROSS Upplýsingar frá Salóme Siguróardóttur. Smith - systkini Lunnie 19 ára og Jennifer 16 ára. Hann klæðist skyrtu í XL-stærð (yfirstærð...) Gæludýr hans er snákur. Hann dáir „Naughty By Nature” (= Óþekk- ur að eðlisfari) og Stevie Wonder. Hann kýs helst að borða ostaborg- ara og pitsur. Eftirlætisdrykkur hans er vatn. Áhugamál eru: Að tala í síma, fara í bíó; knattspyrna, tölvu- leikir o.fl. í framtíðinni langar hann til að „gefa út árangursríkar rapp- plötur.” Chris Kelly heitir James Kristófer Kelly - en nefnir sig Mac Daddy. Hann er fæddur 8. nóvember 1978 í Engla- skógi í Georgíu en á heima í Atl- anta. Hann er 1,54 m - 45 kg - brúneygður og dökkhærður. Móðir hans heitir Donna Kelly. Hann á hvorki systkini né gæludýr. Hann notar skyrtur f yfirstærð. Naughty By Nature og Mikjáll Jackson eru eftirlæti hans. Hann kýs helst að borða ostaborgara og franskar kart- öflur og drekka ferskan ávaxtasafa. Hann hefur áhuga á körfuknatt- leik, tölvuleikjum og að versla. Hann dreymir um að leika körfuknattleik á Ólympíuleikum. SILFUR í SÓFÍU BESTA OG EFNILEGASTA knattspymufólkið 1992, að mati leikmanna, var valið á lokahátíð þess síðla septembers. Luca Kost- ic og Jónína Víglundsdóttir, fyrir- liðar Skagamanna (ÍA) voru valin bestu leikmenn deildanna. Skaga- maðurinn Arnar Gunnlaugsson, markahæsti maður deildarinnar, var valinn efnilegasti leikmaður sumarsins í karlaflokki og Ásthild- ur Helgadóttir úr Breiðabliki var tal- in efnilegust í kvennaflokki. Efnilegasta knattspyrnufólkið, Arnar og Ásthildur Knattspyrna kvenna Breiðablik varð íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna. Blika-stúlkurnar tryggðu sér tit- iijnn þegar þær gerðu jafntefli við ÍA (Iþróttabandalag Akraness) í mikl- um rok- og baráttuleik 9. septem- ber sl. Stúlkurnarstóðu sig mjög vel f keppninni í sumar en hörð barátta var milli þeirra og Skagakvenna. Þjálfari kvennaflokks Breiða- bliks, Guðjón Reynisson, sagðist ekki vera feiminn við að segja að hann væri með besta liðið á land- inu þó að margir hefðu dregið það í efa. „Ég hef aldrei á þjálfaraferli mín- um kynnst eins skemmtilegum, já- kvæðum og hæfileikaríkum hópi og þessum,” sagði hann. Með liði ÍA lék Halldóra Gylfa- dóttir fyrrum „Bliki” - að líkindum síðasta leik sinn. í ágúst fékk hún þann úrskurð lækna að hún mætti ekki leggja stund á knattspyrnu. Blika-stúlkurnarfærðu Halldóru gjöf, ramma með myndum af henni sjálfri, með ósk um að henni batn- aði sem fyrst. Gjöfinni fylgdu þess- ar vfsur: Þótt skónum þínum skipir hátt í skáp að safna ryki þá aldrei gleyma einu mátt, að eitt sinn varstu Bliki. Hjá okkur fékkstu góðan grunn; gangurinn var hraður. Afleiðingin öllum kunn: Ekta Skagamaður. Sveit TBR stóð sig mjög vel á Evrópumóti félagsliða í badminton (hniti) sem fram fór í Sófíu í Búlgar- íu í september. TBR vann þýsku sveitina, 4-3, í undanúrslitum en hún vartalin sigurstranglegust fyr- ir keppnina. [ úrslitaleiknum varð liðið að láta í minni pokann fyrir Austurríkismönnum - en fyrir þann leik fékk það einungis 45 mínútna hvíld en hið austurríska þrjár klukkustundir. Broddi Kristjánsson, einn liðs- manna, sagði að helst mætti þakka þennan góða árangur framförum leikmanna og einnig nyti TBR-lið- ið góðs af því að vera eingöngu skipað landsliðsmönnum. „Við höfðum áður náð lengst í undanúrslit en nú gekk næstum allt upp hjá okkur og okkur tókst að leika mjög góða leiki.” (Heimild íþróttafrétta: Morgunblaðið) 2 0 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.