Æskan - 01.10.1992, Side 23
inn í skólann.
„Sævar," sagði einhver strákur
í hópnum glaðlega. „Hann var
hérna í skólanum í fyrra, rosalega
góður í körfubolta, hélt liðinu al-
gjörlega uppi."
(Þröstur og Jónas eru saman í
herbergi en svo vill til að Sævar
verður herbergisfélagi Gústa.
-----Síðar um daginn ...:)
Hurðin var rifin upp og Þröstur
ruddist inn í herbergið eins og uxi.
Á eftir honum læddist Jónas, nið-
urlútur að vanda.
„Það er til siðs að banka áður
en maður veður inn," sagði Sævar
höstuglega.
„Ó, afsakið yðar hágöfgi, ég
vissi ekki að hér byggju konung-
ar," hrópaöi Þröstur og hneigði sig.
Svo hló hann eins og fífl, en Jónas
fór allur í flækju.
„Nú, einn af þessum sem alltaf
þarf að vera sniðugur," sagði Sæv-
ar með fyrirlitningu.
„Þetta er bara hann Þröstur,
þessi hávaxni sem ég sagði þér
frá," sagði Gústi afsakandi.
„Já og hann Jónas," bætti Þröst-
ur við. Hann þreif í Jónas og stillti
honum upp fyrir framan sig.
Jónas eldroðnaði, en Sævar virti
þá fyrir sér með hálfgerðri fyrir-
litningu.
„Hæ, strákar, ég heiti Sævar,"
sagði hann áhugalaust.
„Hæ, Sævar! Átt þú þetta rosa-
lega teppi? Þú lítur út eins og
arabahöfðingi þarna á skærlitu
silkiteppinu," sagði Þröstur og
hnippti í Jónas. „Ertu ekki sam-
mála Jónas?"
En Jónas sagði ekkert og leit
bara undan.
„Eins og ég sagði áðan - þú
virðist vera einn af þessum óþol-
andi sniðugu náungum og átt
hvorki til tillitsemi né kannt al-
menna kurteisi."
Það var einhvers konar þreyta
í rödd Sævars sem minnti á full-
orðinn mann sem var orðinn
þreyttur á krakkafíflum.
„Oj, ég kafna hér inni," hróp-
aði Þröstur. „Komið út áður en ég
kafna." Hann þreif í Gústa og
Jónas og ruddist með þá út úr dyr-
unum.
„Lokið á eftir ykkur," kallaði
Sævar.
„Lokaðu sjálfur, arabahöfðingi,"
kallaði Þröstur.
Gústi losaði um tak Þrastar og
lokaði dymnum. „Af hverju þarftu
alltaf að láta eins og fífl?" spurði
hann og horfði pirraður á Þröst.
„Þetta verður herbergisfélagi minn
í allan vetur og nú ertu búinn að
ergja hann svo að hann verður á-
reiðanlega í fylu út í mig það sem
eftir er."
Æ S K A N 2 3