Æskan - 01.10.1992, Blaðsíða 27
FRAMHALDSSAGA LESENDA:
OF VENJULEGT - EÐA ...
Þá er komið að þriðja hluta
framhaldssögunnar.
Hlíf fór upp í fjall til að bíða
eftir ævintýri. Henni finnst
hún sjálf of venjuleg og líf fjöl-
skyldu sinnar allt of venjulegt.
Allt í einu kemur drengur á
gráum hesti. Hann heitir Kári.
„Stökktu á bak fyrir aftan
mig, “ segir hann við Hlíf.
Hún sest á bak hestinum.
Kannski er loksins eitthvað ó-
venjulegt að gerast...
Fyrr en varir þjótum við á-
fram eins og elding upp og
niður fjallið. Aldrei hefur það
verið fegurra en nú. Það hef-
ur alltaf verið svo venjulegt
og einfalt en nú er það litríkt
og margbreytilegt. Það er
eins og bíði ævintýri bak við
hvern hól og ofan í hverri
lautu. Fjallið er sannarlega
spennandi!
Faxið á hestinum stendur
beint upp í loftið eins og
gylltar eldtungur.
„Hesturinn heitir Gullfaxi,"
segir Kári upp úr þurru eins
og hann hafi lesið hugsanir
mínar.
„Gullfaxi/' hugsa ég, „ekk-
ert nafn gæti hæft honum
betur."
„Ég lygni aftur augunum
og ímynda mér að ég sé orð-
in fögur prinsessa í klóm
fljúgandi kynjaveru. Þessi
kynjavera hefur hala og háls
eins og eldspúandi dreki,
klær eins og villiköttur og
vænghaf eins og örn. Hún
þýtur hratt eins og elding. Á
þessum leifturhraða stefnir
veran á þrumuský, grátt og
drungalegt. Ofan á því er
kastali hennar, Kastali hvers-
dagsleikans.
En nú kemur bjargvættur-
in, Kári á hestinum sínum
Gullfaxa! Hann flýgur um
loftin blá hraðar en nokkur
önnur vera, jafnvel hraðar
en kynjavera hversdagsleik-
ans. Hann grípur mig og fer
með mig til kastala síns sem
er í fjarlægu landi þar sem
allt er óvenjulegt og krökkt
af óvæntum viðburðum ...
Allt í einu stöðvar Kári
hestinn. Ég er næstum dottin
af baki. Ég skima í kringum
mig og mér bregður í brún.
Við erum komin í mynni
fjarðarins. Svo langt sem
augað eygir er sjór. Hann er
eins og blá endalaus eyði-
mörk. Þorpið er agnarsmátt
og skipin eru eins og litlir
leikfangabátar. Frystihúsið
og skólinn eru á stærð við
þumla. Fyrst við erum kom-
in svona langt hljótum við
að hafa riðið í að minnsta
kosti hálftíma.
Ekkert heyrist nema
gnauðið í vindinum, gargið
í sjófuglunum og ör andar-
dráttur Gullfaxa sem er byrj-
aður að gæða sér á grösun-
um sem vaxa hérna á fjalls-
brúninni...
Framhald.
(Höfundur þessa kafla er
Berglind Halldórsdóttir 12 ára,
Hjallabrekku 27, 200 Kópavogi.
Enn þarf að bregöa skjótt viö.
Framhald þarf aö berast fyrir 17.
nóvember.
Höfundar kaflanna sem birtast
mega velja sér tvær bækur að laun-
um - sjá lista á bls. 55)
Æ S K A N 2 7