Æskan

Årgang

Æskan - 01.10.1992, Side 38

Æskan - 01.10.1992, Side 38
var ár rokks- ins. Elvis Presley og Little Richard hertóku vinsælda- listana ásamt Chuck Berry og sið- ar Jerry Lee Lewis. Tveimur árum síðar fjaraði rokkbylgjan út. 1963 skall Bítla-æðið á í Evr- ópu og ári síðar í föðurlandi rokks- ins, Bandaríkjunum. Breska rokk- hljómsveitin Bítlarnir (The Beatles) negldi rokkið í efstu sæti vinsælda- listanna til frambúðar. 1967 ollu Bítlarnir annarri rokk- byltingu. Að þessu sinni leiddu þeir rokkið úr einfaldri þriggja hljóma þriggja mínútna dægurflugu yfir í metnaðarfull, flókin, tilraunakennd og þungmelt tónverk soðin saman úr rokki, blús, framúrstefnu (avant garde) o.m.fl. 1967 var ár tilrauna í rokkmús- ík. Hvorki fyrr né síðar hefur dæg- urmúsíkin þróast jafnmikið á jafn- skömmum tíma. Þó að Bítlarnir færu í forystu þá lögðu Jimi Hendrix, Soft Machine, Frank Zappa, Pink Floyd og Doors drjúgt af mörkum. Fyrsta plata Doors, samnefnd hljómsveitinni, kom út í janúar 1967. Þarna var fyrsta bandaríska rokkhljómsveitin komin fram á sjón- armiðið (reyndar var Byrds rétt- nefnd fyrsta bandaríska Bítla- hljómsveitin en var kannski öllu heldur rafmögnuð þjóðlagasveit en rokksveit). Platan var ótrúlega öflugt byrj- endaverk. Söngtextar söngvarans, Jims Morrisons, voru Ijóðrænni en venja var í dægurmúsík. Á köflum var músíkin nánast Ijóðalestur yfir spunakenndum raforgelblús eins og í tæplega 12 mínútna laginu „The End“ Annað lag, sex og hálfrar mín- útu langt, „Light My Fire“ fór í efsta sæti bandaríska vinsældalistans. Það er nú eitt af sívinsælu rokklög- unum (náði t.a.m. 7. sæti breska vinsældalistans í fyrra). Plötusnúð- ar útvarpsstöðvanna voru í vand- ræðum með þetta langa en vin- 21. HLUTI UMSJÓN: JENS KR. GUÐMUNDSSON Jim Morrison, söngvari og textasmiður Doors. Jim lést af völdum áfengisneyslu aðeins 27 ára. sæla lag. Fram til þessa máttu dægurlög leikin í útvarpi vart vera lengri en þrjár mínútur. Það lag á plötunni, sem mesta undrun vakti, var nýstárlegur flutn- ingur Doors á laginu „Alabama Song“ úr þýsku óperettunni „Auf- stieg Und Fall Der Stadt MA- HAGONNY“ eftir Kurt Weill og Berthold Brecht (þessi ópera „sló f gegn“ í meðförum Hamrahlíðar- skólans í fyrravetur). 1967 var metnaðarmál hjá rokkhljómsveitum að flytja frum- samda söngva. Þess vegna þótti djarft uppátæki hjá Doors að dusta rykið af fertugu óperettuuverki og þýsku í þokkabót. En með því slógu Doors-félagarnir margar flug- ur í einu höggi. M. a. gaf lagið þeim færi á að krydda blúsrokk sitt með ferskum kabarett-blæ. Að auki beindi Ijóð Bertholds Brechts sjón- um manna að viðleitni Jims Morri- sons í þá átt að teljast Ijóðskáld en Berthold hefur verið talinn í hópi framsæknustu og virtustu Ijóð- skálda aldarinnar. Til viðbótar sýndi val á lagi eftir Kurt Weill að þessi bandaríski blúsrokk-kvartett hlust- aði á sígild, þýsk tónverk áranna milli stríða. f ársbyrjun 1967 var hyldjúp gjá á milli rokkhljómsveita og unnenda sígildrar tónlistar. Með flutningn- um á „Alabama Song“ stigu Doors stórt skref í þá átt að minnka þetta bil. Sfðar fluttu David Bowie, Young Gods, Dagmar Krause og ýmsir aðrir rokksöngvarar þetta sama lag inn á plötur. Allir taka þeir mið af útssetningu Doors. FRAMHALD 4 2 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.