Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1992, Blaðsíða 38

Æskan - 01.10.1992, Blaðsíða 38
var ár rokks- ins. Elvis Presley og Little Richard hertóku vinsælda- listana ásamt Chuck Berry og sið- ar Jerry Lee Lewis. Tveimur árum síðar fjaraði rokkbylgjan út. 1963 skall Bítla-æðið á í Evr- ópu og ári síðar í föðurlandi rokks- ins, Bandaríkjunum. Breska rokk- hljómsveitin Bítlarnir (The Beatles) negldi rokkið í efstu sæti vinsælda- listanna til frambúðar. 1967 ollu Bítlarnir annarri rokk- byltingu. Að þessu sinni leiddu þeir rokkið úr einfaldri þriggja hljóma þriggja mínútna dægurflugu yfir í metnaðarfull, flókin, tilraunakennd og þungmelt tónverk soðin saman úr rokki, blús, framúrstefnu (avant garde) o.m.fl. 1967 var ár tilrauna í rokkmús- ík. Hvorki fyrr né síðar hefur dæg- urmúsíkin þróast jafnmikið á jafn- skömmum tíma. Þó að Bítlarnir færu í forystu þá lögðu Jimi Hendrix, Soft Machine, Frank Zappa, Pink Floyd og Doors drjúgt af mörkum. Fyrsta plata Doors, samnefnd hljómsveitinni, kom út í janúar 1967. Þarna var fyrsta bandaríska rokkhljómsveitin komin fram á sjón- armiðið (reyndar var Byrds rétt- nefnd fyrsta bandaríska Bítla- hljómsveitin en var kannski öllu heldur rafmögnuð þjóðlagasveit en rokksveit). Platan var ótrúlega öflugt byrj- endaverk. Söngtextar söngvarans, Jims Morrisons, voru Ijóðrænni en venja var í dægurmúsík. Á köflum var músíkin nánast Ijóðalestur yfir spunakenndum raforgelblús eins og í tæplega 12 mínútna laginu „The End“ Annað lag, sex og hálfrar mín- útu langt, „Light My Fire“ fór í efsta sæti bandaríska vinsældalistans. Það er nú eitt af sívinsælu rokklög- unum (náði t.a.m. 7. sæti breska vinsældalistans í fyrra). Plötusnúð- ar útvarpsstöðvanna voru í vand- ræðum með þetta langa en vin- 21. HLUTI UMSJÓN: JENS KR. GUÐMUNDSSON Jim Morrison, söngvari og textasmiður Doors. Jim lést af völdum áfengisneyslu aðeins 27 ára. sæla lag. Fram til þessa máttu dægurlög leikin í útvarpi vart vera lengri en þrjár mínútur. Það lag á plötunni, sem mesta undrun vakti, var nýstárlegur flutn- ingur Doors á laginu „Alabama Song“ úr þýsku óperettunni „Auf- stieg Und Fall Der Stadt MA- HAGONNY“ eftir Kurt Weill og Berthold Brecht (þessi ópera „sló f gegn“ í meðförum Hamrahlíðar- skólans í fyrravetur). 1967 var metnaðarmál hjá rokkhljómsveitum að flytja frum- samda söngva. Þess vegna þótti djarft uppátæki hjá Doors að dusta rykið af fertugu óperettuuverki og þýsku í þokkabót. En með því slógu Doors-félagarnir margar flug- ur í einu höggi. M. a. gaf lagið þeim færi á að krydda blúsrokk sitt með ferskum kabarett-blæ. Að auki beindi Ijóð Bertholds Brechts sjón- um manna að viðleitni Jims Morri- sons í þá átt að teljast Ijóðskáld en Berthold hefur verið talinn í hópi framsæknustu og virtustu Ijóð- skálda aldarinnar. Til viðbótar sýndi val á lagi eftir Kurt Weill að þessi bandaríski blúsrokk-kvartett hlust- aði á sígild, þýsk tónverk áranna milli stríða. f ársbyrjun 1967 var hyldjúp gjá á milli rokkhljómsveita og unnenda sígildrar tónlistar. Með flutningn- um á „Alabama Song“ stigu Doors stórt skref í þá átt að minnka þetta bil. Sfðar fluttu David Bowie, Young Gods, Dagmar Krause og ýmsir aðrir rokksöngvarar þetta sama lag inn á plötur. Allir taka þeir mið af útssetningu Doors. FRAMHALD 4 2 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.