Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1992, Page 42

Æskan - 01.10.1992, Page 42
/1/or tór ég á strengjamót í Brookline og á mótinu var kökukeppni. Eg, Yuki Yasumoto frá Japan og Nadine Tierfelder frá Þýskalandi bökuðum sókkulaðikökufiðlu og notuðum soðið spaghettí í strengi en það skrapp svo saman. Kakan okkar varð í 3. sæti. Margrét systir hjálpaði okkur við skreytingarnar. Kæra Æska! Ég á heima með foreldrum mín- um í Brookline, Massachusetts í Bandaríkjunum. Við ætlum að eiga heima hér í u.þ.b. 2 ár. Ég fer í 6. bekk í grunnskóla í haust og systir mín fer í 2. bekk. IMámsefnið er svolítið öðruvísi en á íslandi. Við erum látin fylgjast með innlendum fréttum og heimsfréttum í blöðunum og þurfum að skrifa um tvær fréttir úr þeim á hverjum degi og á föstudögum er fréttagetraun. Krakkarnir hér eru komnir svolítið lengra en jafnaldrar þeirra á íslandi í sumum greinum, til dæmis í stærð- fræði. Við þurfum að skrifa mjög mikið af sögum, Ijóðum og ritgerðum. Við lærum ekki kristinfræði hér og við byrjum ekki að læra tungumál fyrr en í 8. bekk og við lærum ekki dönsku eða þýsku heldur frönsku. Við lærum minna í landafræði og hún er mest um Bandaríkin. EIGUM AÐ FYLGJAST MEÐ FRÉTTUM Þetta er mynd af mér. Ég heiti Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir og er 11 ára. Síðasta selló- æfing fyrir vor- tónleika. Við Yuki Yasumoto, bekkarsystir mín frá Japan, spiluð- um saman. Á milli okkar sést í Margréti Láru systur mína. Þessi mynd er tekin i herbergi okkar Margrétar. í skólanum er boðið upp á tón- listarkennslu. Það er hægt að læra á fiðlu, selló, blokkflautu og svo er lúðrasveit. Ég læri á selló og það er mjög gaman. í skólanum eru líka tveir kórar. Annar kórinn er fyrir 4. bekk en hinn kórinn er fyrir 5. og 6. bekk. Ég er í kór og við héldum tvenna eða þrenna tónleika yfir vet- urinn. Það eru líka frjálsar íþróttir á vorin og við keppum um að komast í skólaliðið. Skólaliðið fer á mót til 4 6 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.