Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.10.1992, Qupperneq 53

Æskan - 01.10.1992, Qupperneq 53
um armbönd svo við gætum farið eins oft og við vildum í öil þau tæki sem við kærðum okkur um. Við fórum í Parísarhjólið. Þar var fínt útsýni. Draugahúsið var alveg fábært. Þar var líka völundarhús og þrautir. Það var hallandi gólf sem við löbbuðum upp og handrið til að styðja sig við. Samt var þetta erfitt. Síðast komum við að stiga eins og er í Kringlunni en hann fór í aðra átt fyrir hægri fót en þann vinstri. Það var mjög erfitt en hafðist loks. Þarna er líka hraðrennibraut (rússíbani) sem ég fór tvisvar í, í seinna skiptið með mömmu. Við náðum fremsta vagninum og það var sko æðislegt fjör. Stórt víkingaskip var rólandi þarna og var skemmtilegt en pabba varð nú hálfflökurt þar. Við fórum í klessubílana og Sveinbjörn fór líka í formúlukappakstur en það var bara fyrir stálpaða krakka. Við vorum svo þreytt eftir þennan dag að við tókum leigubíl heim á hótel. Næsta dag ætluðum við að fara í rútuferð en það var bara enga rútu að finna. Þá var hóteleigandinn svo góður að lána okkur bílinn sinn. Við ókum eftir hraðbrautum og sveitavegum. Á einum slíkum fann pabbi bátasölu sem hann þurfti að skoða. Hann var alltaf að skoða báta í Finnlandi enda er nóg af þeim þar. Þarna er ég að stýra. FENGUM AÐ STÝRA FERJUNNI Laugardaginn fórum við að skoða kirkjur. Fyrst skoðuðum við rúss- neska kirkju en sáum fátt því að ver- ið var að ryksuga hana. Síðan skoð- uðum við kirkjuna sem er höggvin inn í berg, Temppeliaukion kirkko. Þegar þangað kom var þar brúðkaup og stuttu seinna annað. Við biðum bara eftir að þessu lyki og þá mátt- úm við fara inn. Mikið er kirkjan fal- leg! Þennan dag fórum við líka að leigja okkur báta. Pabbi var á húð- keip (kajak) og Sveinbjörn Kári líka en ég og Sigurborg vorum átveggja manna róðrarbát. Pabbi var snilling- urinn því að hann var sá eini sem tókst að hvolfa bátnum sínum. Veðr- ið var nú samt svo gott að hann var farinn að þorna mikið þegar við kom- um upp á hótel til mömmu. Eldsnemma á sunnudeginum fór- um við í eins dags ferð á báti til borgar sem heitir Porvoo á finnsku en Borgá á sænsku. Þetta er um tveggja tíma sigling. Á leiðinni feng- um við að stýra ferjunni. Skipstjór- inn leiðbeindi okkur hvernig við átt- um að fara að. Það gekk allt mjög vel. í Borgará (Borgá) skoðuðum við fallega kirkju. Þarfórum við á kaffi- hús sem var mjög gamaldags. Þetta er gömul borg og sumar göturnar mjög þröngar. Á mánudag var pakkað niður og rölt í búðir því að við þurftum ekki að leggja af stað fyrr en seint um kvöld og fengum að hafa herbergin þangað til. Þennan dag fórum við krakkarnir aftur á bátaleiguna alveg ein meðan við biðum eftir mömmu og pabba sem voru að versla. Ferðin heim gekk vel en við vor- um bæði syfjuð og þreytt. Ég þakka Flugleiðum og Æskunni fyrir þetta! Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir vinningshafi ykkar. Takk, takk, takk, takk, takk! Æ S K A N 5 7

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.