Æskan - 01.10.1992, Qupperneq 54
Svar til Snúllu:
Þetta alvarlega mál sem
þú lýsir þarf að leysa í sam-
vinnu við fagfólk. Þegar um
er að ræða ofbeldi á börnum
ber að tilkynna það Barna-
verndaryfirvöldum en starfs-
menn þeirra eru starfsfólk á
félagsmálastofnunum. Starfi
fagfólk íþínum skóla, hjúkr-
unarfræðingur, sálfræðing-
ur eða félagsráðgjafi er hægt
að hafa samband við það
fólk. Einnig getur fjölskyld-
an leitað til Kvennaathvarfs-
ins í Reykjavík, sími: 91-
611205, og öll börn geta leit-
að í Rauðakrosshúsið, sími:
91-622266. Það er mikilvægt
að taka á slíkum málum fljótt
því að yfirleitt er það ekki á
færi leikmanns að rjúfa
svona erfitt samspil. Þú og
fjölskylda þín getið áreiðan-
lega komið að gagni við að
styðja þessa fjölskyldu í
góðri samvinnu við sérfræð-
inga.
RUGL EÐA HVAÐ?
Kæra Nanna Kolbrún!
Vandamál mitt er þetta: Ég hlýt
að vera með einhverja ævintýra-
dellu eða -veiki. Ég ímynda mér
alla skapaða hluti, talandi fugla,
Ijón, hesta og líka hesta með
mannshöfuð. Ég er bogmaður. Eft-
ir að ég sá Sögur frá Narníu fyrst
hef ég verið ein ævintýraklessa.
Ég hlýt að vera orðin snarrugluð.
Ég ímynda mér til dæmis að ein-
hvers staðar í enda alheims sé
hægt að gera allt sem manni sýn-
ist, þar séu víkingar, töframenn,
drekar, nornir, vættir og alls kon-
ar furðurdýr.
Gerðu það, elsku Nanna Kol-
brún, hjálpaðu mér. Ég er að drep-
ast, er rugluð, vitlaus, geðveik eða
bara allt.
Hvað lestu úr skriftinni? Hvað
er ég gömul?
Lísa í Undralandi.
Svar:
Ég held að þú þurfir ekki að
óttast að þú sért rugluð en þú
þarft hjálþ til þess að vinna úr
öllum þeim áhrifum sem þú
verður fyrir. Þegar ímyndunar-
aflið fer á svona mikið flug bend-
ir það til vissrar einangrunar og
jafnvel einmanaleika. Reyndu að
vera dugleg að ræða við foreldra
þína um það sem þú lest eða
horfir á í sjónvarpinu. Einnig
gæti ég trúað að það væri gott
að hvíla sig sem mest á sjón-
varpsglápi á meðan þú ert að ná
tökum á þessu. Verðu meiri
tíma í féiagsskap annarra og
reyndu að finna fótfestu í raun-
veruleikanum við leik og störf.
Ég giska á aldurinn 10-12 ára.
Skriftin er nokkuð slitrótt og
óæfð enn þá, gæti einnig borið
nokkurn vott um öryggisleysi.
KJÖT Á BEININ
Kæra Nanna Kolbrún!
Ég er hreint og beint að verða
vitlaus. Ég hef oft reynt að skrifa
þér en þegar ég hef verið næstum
búin með bréfin hef ég hætt við og
nú á ég að a.m.k. sjö bréf til þín
inni í skáp. (Sennilega hef ég alltaf
hætt við vegna þess að þegar
vandamálin voru komin á blað voru
þau leyst) Jæja, nú skal þetta
takast. Skrif-aðferðin dugði ekki nú
(ég er með uppkastið fyrir framan
mig). Og hér koma svo vandamál
mín:
1. Hvað á ég að gera ef ég get
ekki þyngst?
2. Hvað er hægt að gera við ó-
reglulegum blæðingum?
Ég get ekki þyngst. Ekki er því
um að kenna að ég borði ekki. Ég
borða eins og hross en allt kemur
fyrir ekki. Ég er 165 sm og 48-50
kg. Ég er smábeinótt en samt...
Mamma segir að ég sé frekar
vel vaxin en það er ekki möguleiki.
Mér finnst ég vera með of stór
brjóst (90sm!!)((oj)), of mjótt mitti,
(60 sm) og of beinaberar mjaðmir
(87 sm) (oj,oj, barasta).
Það er ekkert sniðugt að vera
svona. Ég vil fá kjöt. Hún mamma
vill ekki trúa að ég vilji ekki vera lít-
il og nett. Mig langar að vera stór
og sterkleg, ekki svo lítil að ég sjá-
ist varla í smásjá og horuð í þokka-
bót.
Hvað geri ég nú?
Þá er það þetta með blæðing-
arnar. Ég er 16 ára. Hef verið með
blæðingar í rúm 2 ár. í Heimilis-
lækninum las ég að blæðingar
yrðu reglulegar þegar stelpur yrðu
yfir 45 kg. Ekki ég, svo mikið er
víst. Er eitthvað hægt að gera til
að fá reglulegar blæðingar? (Það
munaroft5-6 og upp í 10-12 dög-
um).
Grís-88.
Svar:
/ bréfi þínu lýsir þú vel hvern-
ig það getur oft hjálpað í vanda
að skrifa hugsanir sínar hjá sér.
Þannig kemst oft skipulag á þá
ringulreið sem getur hrannast
upp í huganum þegar allt bland-
ast saman, tilfinningar, spurn-
ingar og óafgreidd mál. Svörin
hefur maður oftast sjálfur þeg-
ar tækifæri hefur gefist til að
ræða við einhvern eða skrifa
þankana niður á blað.
Bréf þitt er nokkuð langt og
því ekki hægt að birta það í heild
sinni en allar spurningarnar sem
þú varpar fram, veit ég að marg-
ir jafnaldrar þínir þekkja og vildu
fá svör við. Spurningum 1 og 2
er svarað eins og þú biður um.
Þær eru nátengdar að því
leyti að það þarf ekkert að vera
óeðlilegt við holdafarið eða tíma-
bilið á milli blæðinganna hjá þér.
Þú virðist vera grönn en ekki
horuð. Frávikin á blæðingunum
hjá þér eru einnig innan eðli-
legra marka og því ekki um ó-
reglulegar blæðingar að ræða.
Þú er greinilega mjög sam-
viskusöm stúlka og eitt einkenni
hjá slíku fólki eru áhyggjur, líka
yfir hlutum sem eru í lagi. Bréf
þitt bendir einnig til viss örygg-
isleysis og mikillar sjálfsgagn-
rýni. Það er engin manneskja
fullkomin og maður á ekki að
gera þær kröfur til sjálfs sín. Þú
verður að gefa sjálfri þér leyfi til
að mega vera skotin og hrifin af
stórum og litlum, feitum og mjó-
um, gömlum og ungum, munk-
um og glaumgosum ef þér líður
þannig. Það er langur vegur á
milli hugsana og gjörða. Reyndu
að vera ekki svona áhyggjufull
yfir því hvernig þú ert og haltu á-
fram að ræða við þá sem þér
finnst gott að ræða við og fá
þannig speglun á hugsanir þín-
ar og vangaveltur.
Á MILLI PABBA
OG MÖMMU
Kæra Nanna Kolbrún!
Ég er hér með vandamál.
Það fyrsta er að ég stend alltaf
með pabba mínum þegar mamma
og pabbi eru að rífast. Þá vorkenni
ég alltaf pabba. Mér finnst alltaf
eins og mamma vilji bara vorkenna
sjálfri sér. Stundum þegar hún fer
eitthvað finnst mér það þægilegt.
Samt treysti ég henni fyrir flestu.
Svo vill mamma flytja en ekki
pabbi. Ef hún flytur, þá ætla ég að
vera hjá pabba eins og mér sé al-
veg sama þótt mamma fari.
Er eitthvað að mér?
Svo er það annað. Heldur þú
að stelpur geti farið að sofa hjá um
leið og þær byrja að hafa blæðing-
ar? Heldurðu að maður sé nógu
gamall þegar maður er 15 ára?
Hvort byrja strákar eða stelpur fyrr
að sofa hjá? Hvað lestu úr skrift-
inni?
Sigga.
Svar:
Það er ekkert óeðlilegt við til-
finningar þínar til foreldra þinna.
Börn eru tengd foreldrum sín-
um á mismunandi hátt. Þú
treystir mömmu þinni fyrir flestu
en þegar foreldrar þínir rífast
stendur þú oftast með pabba
þínum. Þannig eru þau bæði ná-
lægt þér en hvort á sinn hátt.
Af bréfi þínu virðist mér sem
þú þlandir þér of mikið í málefni
foreldra þinna. Reyndu frekar að
draga þig í hlé þegar þau eru ó-
sammála. Þú berð ekki ábyrgð
á vandamálum þeirra og þér ber
ekki skylda til að taka afstöðu
með eða á móti. Foreldrar þínir
S 8 Æ S K A N