Æskan - 01.07.1993, Síða 7
einhver ab kalla á þig. Sko, nú
heyrist það greinilega."
Eg stóð upp og þóttist
hlusta.
„Einhver kallar á þig þarna úti."
Ég benti út í garðinn.
ísabella gekk út að gluggan-
um og skimaði út.
„Ég sé engan. Þú ert farin að
heyra ofheyrnir."
„já, líklega heyri ég bara of-
heyrnir," sagði ég og hélt á-
fram að leika mér. En allt í einu
spratt ég á fætur.
„Þú heyrðir þó þetta," sagði
ég og gerði mér upp ótta.
ísabella hristi höfuðið.
„Komdu. Það er einhver í
hættu, einhver sem kallar
stöðugt á þig."
Ég tók í hönd hennar og
teymdi hana út.
„En ég heyri ekki neitt,"
tautaði hún hikandi.
„Usss..." Ég þóttist hlusta.
„Sko, það kemur úr garðinum.
Kannski eru blómin að kalla á
þig."
Isabella horfði vonskulega á
mig. „Láttu ekki eins og fífl."
Eg gekk varlega áfram að
blómabeðinu þar sem bangs-
inn lá falinn milli blóma.
„Það kemur héban. Ég heyri
svo greinilega að einhver segir
hálfgrátandi:
„ISABELLA, ÍSABELLA, HJÁLP-
AÐU MÉR.""
Hún horfði vantrúuð á mig,
en fór svo að blómabeðinu og
leit ofan í það. Ég sá hvernig
hún kipptist við þegar hún
kom auga á bangsann sinn.
„Jeminn, bangsinn minn
liggur hér úti."
„Nei, sko. En fallegur
bangsi. Hann talar dálítið und-
arlega. Er hann ekki íslensk-
ur?" spurði ég.
ísabella horfði á mig, fyrst
undrandi, en svo móðguð.
„Ég hefði aldrei trúað því að
þú væri svona mikið fífl," sagði
hún. „Þú ert bara heimsk
fjallageit og mig langar ekkert
til að leika við þig. Hver held-
urðu að trúi því að dauðir
tuskubangsar tali?"
„Ertu að kalla mig lygara?"
spurbi ég móðguð.
ísabella starði á mig og ég
starði á hana á móti. En þá fór
hún allt í einu ab skellihlæja
og sagöi:
„Veistu það að konan í
næsta húsi á kartöflugarð með
venjulegum kartöflugrösum en
á haustin þegar hún tekur upp
úr garðinum koma ekki kart-
öflur heldur..."
„Heldur hvað?" spurði ég
spennt.
„Það koma epli og appelsín-
ur, gúrkur og tómatar og
stundum stórir demantar."
Við hlógum saman við ísa-
bella. Já, það er gaman að
eiga vinkonu en alveg ómögu-
legt að leyfa henni alltaf að
rába ferðinni.
Ég bið að heilsa krökkunum
sem lesa Æskuna!
Þín Rósin Jónas.
Æ S K A N 7