Æskan - 01.07.1993, Side 33
NÆTURGALI
FUGL SKÁLDANNA
Fuglar hafa löngum verið vinsælt
yrkisefni skálda. Athygli þeirra hefur
ekki hvað síst beinst að söngfuglum
þó að öðrum eiginleikum, svo sem
fegurð, grimmd og flugfimi, hafi
einnig verið gerð skil. íslensk skáld
fjalla að sjálfsögðu mest um innlend-
ar tegundir - álftir, þresti, lóur
o.s.frv. - en svo virðist sem erlend-
um skáldum hafi verið næturgalinn
hugstæðastur, ekki síst þegar ort
var um ástina.
„Philomela" er gamalt skáldaheiti
á næturgala. í grískri goðsögn segir
frá Philomelu, dóttur Pandions, kon-
ungs í Aþenu, og systur Procne sem
var gift Tereusi Þrakíukonungi. Hann
girntist mágkonu sína og varð af því
mikil harmsaga. Svo fór að guðirnir
breyttu systrunum og Tereusi í fugla.
Hann varð haukur, Procne syala og
Philomela næturgali.
Næturgalinn er meðal bestu
söngfugla heims. Hann er smávax-
inn, aðeins um 16 sm, og í lítt áber-
andi litum, móbrúnn að ofan og hvít-
móleitur að neðan. Stélið er rauð-
brúnt. Ungfuglar eru með flikrum og
dílum.
Kjörlendi næturgala er laufskógar,
einkum þar sem jarðvegur er rakur.
Hann er einnig í kjarrþykkni og þétt-
um limgirðingum. Útbreiðslusvæði
hans í Evrópu hefur dregist verulega
saman síðustu áratugina vegna auk-
innar ræktunar. Hann er þó víða í
álfunni, norðan frá Eystrasalti og
Norðursjó suður að Miðjarðarhafi,
einnig í sunnanverðu Englandi. Hann
flækist til Norður-Evrópu, írlands og
Skotlands og hefur m.a. sést á ís-
landi. En hér vantar skóglendi til að
hann geti þrifist.
Næturgalinn er ákaflega hlédræg-
ur fugl sem felur sig oftast í þéttum
gróðri. En söngrödd hans er við
brugðið. Hún er skær og hljómmikil
og svo tilbrigðarík að undrum sætir.
Mönnum þykir furðulegt að jafnlítill
fugl skuli geta gefið frá sér þvílík
hljóð. Og fuglinn syngur bæði á nótt
og degi.
Ungar skríða ekki úr eggi sem
„fullskapaðir" söngvarar. Karlfuglar
byrja þó fljótt að spreyta sig en
raddbeitingin er mjög ómarkviss
lengi vel og söngurinn allur á lægri
nótunum. Það er eiginlega ekki fyrr
en þeir eru orðnir kynþroska og
farnir að gera hosur sínar grænar
fyrir kvenfuglunum að þeir ná valdi á
rödd sinni og verða smám saman
meistarar í listgrein sinni.
Næturgalar gera sér hreiður í
gróðurþykkni. Það er yfirleitt mjög
vandað. Neðst er þurrt lauf en síðan
er bætt við stöngium, rótum og
mosa, og loðna af plöntum eða
hrosshár notað í fóður. Eggin eru 5-
6, græn eða brún, stundum flekkótt.
Hjónin hjálpast að við ásetuna; karl-
inn leysir kerlu sína af í nokkra tíma
á dag og gefst þá minna tóm til að
syngja. Ungar skríða úr eggjum eftir
10-12 daga og báðir foreldrarnir
færa þeim mat. Það eru einkum
ormar af ýmsu tagi.
Margvísleg hætta steðjar að næt-
urgölum en maðurinn er þeim verst-
ur. Oft eru þeir fangaðir í net eða
gildrur til að selja þá. Og þó þeir séu
að ýmsu leyti klókir fuglar varast þeir
ekki snörur mannsins. Þeir þola illa
frelsissviptingu, einkum þeir eldri, og
ungfuglar verða aó fá mjög góða
umönnun eigi þeir að þrífast.
í Rússlandi, Eystrasaltslöndum og
Skandinavíu er önnur tegund, ná-
skyld næturgala sem oft gengur
undir því nafni. Frændurnir eru mjög
líkir í útliti og lífsháttum en vísinda-
menn greina þá sundur vegna þess
að þeir kynblandast ekki. Þessi
norðlæga tegund, húmgali, er af
mörgum talin hafa enn fegurri söng-
rödd en eiginlegur næturgali.
Næturgali
Æ S K A N 3 7