Æskan - 01.07.1993, Page 37
ÆSKU
PÚSTUR
- pósthólf 523,
121 Reykjavík.
ÍSLENSKUN
NAFNA-Á
LÉTTUM NÓTUM
Kæri Æskupóstur og allir
hressir krakkar!
Við viljum byrja á að
þakka frábært blað en þó
mætti vera meira af smá-
sögum etir lesendur.
Okkur finnst nauðsynlegt
(til að frekari hnignun á ís-
lenskri tungu stöðvist) að
íslenska erlend nöfn frægra
leikara, söngvara, hljóm-
sveita, íþróttakappa o. s.
frv.
Við vitum vel að átakið
er hafið en hví að láta stað-
ar numið? Við teljum upp
nokkur nöfn sem hljóma ó-
líkt skemmtilegar á íslensku
en ensku:
Christian Slater = Stjáni
slátur
Andrew Ridgeley = Andri
tyggjó
Sharon Stone = Sara
Steins
Magic Johnson = Galdri
Jónsson
Michael Jordan = Mikki
tannbursti
Charles Barkley = Kalli
gelt.
Hvað lesið þið úr skrift-
inni og hvað haldið þið að
við séum gamlar?
Anna og Jenný.
Svar:
Við teljum að þið séuð
skynugar og fjörmiklar
stúlkur og hafið kímni-
gáfu - dálitið lausbeislaða
á stundum. Við ályktuðum
að þið væruð fjórtán eða
fimmtán ára - en þjóð-
skráin sagði annað.
Eflaust hafið þið, eins
og aðrir glöggir lesendur,
tekið eftir því að við ís-
lenskum gjarna erlend
fornöfn - ef þau eiga sér
samsvörun í máli okkar
(og nafnið er endurtekið í
texta) - en breytum ekki
eftirnöfnum.
Þið eruð okkur áreið-
anlega lika sammála um
að ekki fer vel á að enda
íslenskt póstfang, ætlað
íslenskum lesendum, með
„lceland“...
PENNAVINIR
OC DÝR
Kæri Æskupóstur!
Hvernig get ég eignast ís-
lenska pennavini í útlöndum?
Þeir verða að geta lesið og
skrifað íslensku.
Ég vil kvarta yfir því að
mér finnst allt of lítið fjallað
um dýr (Æskunni. Gætuð þið
haft veggmyndir af dýrum og
Strandvörðum.
Mér finnst Eva og Adam
fín teiknimyndasaga.
Eygló.
Svar:
Líklegasta leiðin til að
eignast slíka pennavini er
að fá ósk um það birta í ís-
lenskum timaritum og dag-
blöðum sem hafa áskrif-
endur erlendis - svo sem
Æskunni og Morgunblað-
inu.
Á árunum 1990 til 1991
voru i Æskunni tíu fræðslu-
þættir um dýr: Um hamstra
í 7. tbl. 1990 - páfagauka i
8/’90 - ketti í 9/’90 -
hunda í 10/’90 - kanínur í
1/’91 - gullfiska Í2/’91 -
kanarífugla í 3/’91 - höfr-
unga í 4/’91 - naggrísi í
5/’91 - og risaeðlur (!) í
6/’91. Við sendum áskrif-
endum gjarna Ijósrit af
þeim greinum ef þeir
óska þess. - Eflaust tök-
um við upp þráðinn áður
en langt um liður og
fræðum um önnur dýr.
Veggmyndir af dýrun-
um fylgdu Æskunni -
nema fjórum þeim síðast-
nefndu. Auk þess hafa
birst veggmyndir af hest-
um (tvisvar - og þrisvar
með knöpum), hvolpum,
svani, lömbum, simpansa
og kettlingum!
L/ÓD
Kæra Æska!
Ég byrja á því að þakka
gott blað. Ég sendi þér
þetta Ijóð:
ÞÚ
Þú skilur ekkert,
vilt ekki skilja,
lokar fyrir,
hlustar ekki.
Þú særir mig,
viljandi eða óviljandi;
ég veit ekki hvort.
Ekkert er sem áður,
allt er breytt
og verður aldrei
eins og var.
Ég sakna þín,
sakna bross þíns,
sakna hlýjunnar
íaugum þínum.
Ég sakna þín.
Þó að þú sért nálægt
er eins og þú
sért langt íburtu, burtu frá
mér.
Kristbjörg Ólafsdóttir.
ALEINN ...
-OG STJÓRNIN
Kæra Æska!
Ég vil byrja á því að
þakka fyrir frábært blað -
ekki síst veggmyndina með
Macauley Culkin. Getur þú
sagt mér hvað hann er
gamall og hvenær hann á
afmæli?
Viltu hafa viðtal við
Stjórnina eða bara Grétar
Örvarsson - og veggmynd.
Er þátturinn, [ mörgum
myndum, hættur?
Harpa Hrund.
Svar:
Macauley Culkin er 12
(eða 13 ára) - eins og
fram kemur i grein um
hann í 4. tbl. Æskunnar
1993, á bls. 61. Við vitum
ekki hver fæðingardagur
hans er.
Stjórnin - og Grétar og
Sigríður - hafa oft verið í
viðtölum, svarað aðdá-
endum og birst á vegg-
myndum. Ekki er þó ólík-
legt að röðin komi aftur
að þeim áður en langt um
líður.
Ef til vill verður þáttur-
inn, í mörgum myndum,
aftur á síðum blaðsins á
næstunni. Grétar Örvars-
son (3/’92) og Sigríður
Beinteinsdóttir (2/’91)
hafa t.a.m. léð okkur
myndir af sér á ýmsum
aldri í þann þátt.
Kærar þakkir fyrir bréfin!
Því miður getum við ekki
birt allt sem okkur berst.
En við geymum öll bréf
lengi og förum yfir þau við
undirbúning hvers tölu-
blaðs til að koma til móts
við óskir sem flestra.
Æ S K A N 4 1