Æskan

Volume

Æskan - 01.07.1993, Page 44

Æskan - 01.07.1993, Page 44
SLYSIÐ eftir Önnu Dóru Valsdóttur 13 ára. Hún lítur út um gluggann og sér fuglana fljúga um og syngja. Sólin er hátt á lofti, krakkar ab leika sér. Það er greinilega heitt úti því að flestir eru léttklæddir. Allir ættu ab vera glaðir yfir svona góðum degi en ein stelpa er ekki glöð. Hún horfir hatursfullum augum út um gluggann. Hún er þrettán ára og heitir Ásdís Cróa. Fyrir tæpu ári lenti hún í slysi, bílslysi. Hún sat frammi í með mömmu sinni. Hún var ekki í bílbelti en þab var mamma hennar. Þær voru á Miklubrautinni þegar bíllinn fyrir framan snarhemlaði. Mamma hennar náði ab nema stað- ar í tæka tíb en ekki bíllinn fyrir aftan og hann ók aftan á bílinn hjá þeim. Þótt bíllinn færi ekki hratt var það nóg til þess að Ásdís hentist út úr bílnum í götuna og missti meðvit- und. Hún man ekkert fyrr en hún hún vaknaði á sjúkrahúsinu. Hún gleymir aldrei þegar hún var spurð hvers vegna hún gæti ekki hreyft fæturna. Þab var eins og þeir væru alveg dofnir. Hún gæti aldrei gleymt svarinu þegar læknirinn sagði að hún væri lömuö fyrir neban mitti og gæti aldrei gengið framar. Mamma hennar hafbi aðeins tognab í hálsinum og fengið smá- vægilegan heilabristing. Allt í einu er kallaö á hana. Það er mamma hennar. „Ásdís Gróa! Viltu ekki fara út elsk- an? Þab er svo hlýtt hér úti á verönd og gott ab vera þar." „Nei!" Rödd Ásdísar er gremjuleg. „Þú hefur gott af því. Komdu nú út. Þab er ekki hollt ab vera alltaf inni - í svona dýrlegu vebri." Hana langar að öskra á mömmu sína og segja: „Þú ert ekki í hjólastól. Þú tognaö- ir bara á hálsi. Þú veist ekki hvernig það er að geta ekki gengiö." Hún þolir hvorki mömmu sína né bílstjórann sem ók á þau. Hún hatar hann. Hana langar ab fara að gráta en heldur aftur af sér. Hún kennir mikib í brjósti um sjálfa sig. „Þú ferð út!" Rödd móður hennar er ákveðin. Ásdís þegir þegar mamma hennar kemur og ýtir henni út. Frá verönd- inni sér hún krakka leika sér á göt- unni og fer að vorkenna sjálfri sér enn þá meira en ábur. Þegar hún sér þá hlaupa um og hlæja fyllist hún hatri og öfund. Hún óskar sér að hún hefði dáið, þab hefði, hvort sem var, öllum stað- ib á sama. Fyrir slysiö átti hún marga vini en núna hefur hún lokað sig inni og flestir vinir hennar gefist upp á ab tala vib hana. Besta vinkona hennar, Edda, kem- ur gangandi heim ab húsinu. „Viltu vera meb okkur? Við erum að tala saman." Ásdís horfir á hana eins og hún hafi spurt hana hvort hún vildi koma í kapphlaup. „Nei!" Röddin er gremjuleg. Edda fer svolítið undrandi. Ásdís horfir á eftir henni svipbrigðalaus. Hún hrekkur í kút þegar mamma hennar byrjar ab tala við hana. „Hvers vegna fórstu ekki meb henni? Þótt þú sért í hjólastól þá get- ur þú haft samskipti við annaö fólk." Ásdís heyrir vel að mamma henn- ar er gröm en hún lætur sem hún hafi ekki heyrt hvað hún sagbi þó ab hún hafi heyrt hvert einasta orð. „Ég skil þig ekki, Ásdís. Þú sem varst svo lífleg, alltaf svo hress og glöð. En nú þekki ég þig ekki." Röddin er að því komin að bresta. „Þú starir út um gluggann allan 4 8 Æ S K A N

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.