Æskan - 01.07.1993, Blaðsíða 46
REGLUR
SAMKEPPNINNAR
ALÞJÓÐLEGA LISTASAMKEPPNIN:
FJÖLSKYLDAN
SÉÐ MEÐ AUGUM BARNSINS
Æskunni hefur borist bréf til kynningar á samkeppni meðal barna og ungs
fólks um allan heim. í því segir (nokkuð stytt):
Kæru börn og ungu vinir!
Sameinuðu þjóðirnar hafa hafa lýst 1994 alþjóðlegt fjölskylduár. Þess
vegna efnir Alþjóðlega barnalistasafnið, í samvinnu við Barnahjálp S.Þ.
og fleiri aðilja, til samkeppninnar: Fjölskyldan séð með augum barnsins.
Finnst þér gaman að teikna, mála, semja Ijóð eða búa til tákn-
ræna hluti úr tré eða málmum?
Nú færð þú tækifæri til að segja frá því fjölskyldulífi sem þú þekkir -
með listaverki.
Þú getur tjáð í teikningu eða með sögu eða Ijóði hve vænt þér þykir
um mömmu þína, pabba þinn, afa og ömmu og systkini þín.
Þú getur lýst hvernig þér líður þegar foreldrar þínir fara eitthvað frá
þér eða eru óréttlátir gagnvart þér. Ef til vill áttu þér draumsýn um
hvernig fjölskyldulíf á að vera.
Þegar fólk verður fullorðið gleymir það oft hvernig því leið sem barni.
Þú skalt minna það á tilfinningar og hugsanir barna. Reyndu að lýsa
öllu því sem þér liggur á hjarta. Ef þú teiknar eða býrð til listaverk máttu
láta Ijóð eða lýsingu fylgja því.
Það er mikilvægt að þú vandir þig vel og Ijúkir verkinu.
Bestu listaverkin að mati dómnefndar verða sýnd víða um heim til
þess að minna á ár fjölskyldunnar. Höfundar þeirra fá verðlaun og
viðurkenningar.
Taktu þér í hönd penna, pensil eða annað sem þarf til að skapa
listaverk! Sýndu með því hvað þú hugsar, telur, óttast og vonar.
Leggðu þitt af mörkum svo að fjölskyldur í öllum löndum geti lifað betra
og hamingjusamara lífi en ella!
Gangi þér vel!
Með kærri kveðju,
Rafael Goldin
framkvæmdastjóri stofnunarinnar, Saga, list og menning barna.
Börn og ungmenni, 2-18 ára,
geta tekið þátt í samkeppninni.
Þú ræður hvort þú vinnur ein(n)
eða með öðrum.
Þú mátt nota hvers konar efni og
hvaða tækni sem er - og ræður hve
stórt listaverk þú skapar.
Þú mátt líka semja Ijóð, lag eða
leikrit - og taka kvikmynd.
Merkja á listaverkið (á bakhlið) og
taka fram heiti þess - nafn höfundar
(eða nöfn ...) - þjóðerni - fæðingar-
dag og -ár - hvenær lokið var við
verkið (nefna dag og mánuð) - heim-
ilis- og póstfang höfundar og skól-
ans sem hann er í.
Það á að senda til:
Det Internasjonale
Barnekunstmuseum,
Lille Froens vei 4,
N-0369 Oslo - Noregi.
Frestur er til 15. október.
Alþjóðlega barnalistasafnið eign-
ast öll réttindi til listaverkanna. Það
notar þau til sýninga, útgáfu og
rannsókna. Þau verða því ekki end-
ursend.
5 0 Æ S K A N