Æskan - 01.07.1993, Qupperneq 51
FRÍMERKIN SEGJA SÖGUR
Það er segin saga ef við förum að
skoða vandlega mismunandi frí-
merkjaútgáfur þá segja þær okkur
alls konar sögur - sögu þjóða og
einstaklinga, borga og stofnana.
Nú skulum við skoða tvö frímerki
og sjá hvað þau geta sagt okkur.
Þau voru gefin út í Þýskalandi 17.
júní 1993 eða á þjóðhátíðardegi okk-
ar íslendinga.
í Þýskalandi er borg sem oft er
kölluð „Versalir norðursins11 vegna
fegurðar hennar. Hún verður eitt
þúsund ára einmitt á þessu ári.
Það var Ottó II. keisari og kon-
ungur hins rómverska ríkis þýskrar
þjóðar sem árið 993 gaf frænku
sinni, Matthildi abbadís af
Kveðlingaborg, tvö landsvæði með
húsum í því merka Hafalandi. Nefnd-
ust staðir þessir „Þoztupimi", síðar
nefnt Þotsdam og „Geliti" sem síðar
fékk nafnið Geltow.
Árið 1317 var Þotsdam gert að
verslunarstað og fékk borgarréttindi.
Ekki er þess getið að borgin, eða ef
til vill er réttara að segja þorpið,
hefði mikil áhrif á gang heimsmál-
anna á næstu áratugum, jafnvel öld-
um. En það svaf Þyrnirósarsvefni.
1660 verður það stjórnarsetur
Brandenborgara og svo Prússa og
líf fer að færast í tuskurnar. 1838
tengist það Berlín beint með fyrstu
prússnesku járnbrautinni. Eftir það
fjölgaði íbúum hratt.
Þarna eru margar sögufrægar
byggingar sem voru skemmdar og
margar eyðilagðar í loftárásum á
bæinn snemma morguns 14. apríl
1945. Miðborgin var nær eyðilögð
og 4000 manns féllu í árásunum.
Stórkostlega fagur garður er rétt
utan við borgina og í honum er höll
sem heitir Sesseljugarður - Cecilien-
hof. Höll þessi í Nýja Garði, eins og
hann er nefndur, var fundarstaður
andstæðinga Hitlers 2. ágúst 1945.
Þetta varð langur fundur um framtíð
heimsins og stóð raunar allar götur
frá 17. júlí til 2. ágúst. í höllinni má
sjá húsgögn og allt umhverfið eins
og það var á fundinum.
Árið 1961 gekk á ýmsu í Pots-
dam. Garrison kirkjan og Borgarhöll-
in voru sprengd í loft upp. Svo kom
að því að atburðarásin eftir 9. nóv-
ember 1989 varð þess valdandi að
Austur-Þýskaland leið undir lok.
Nú er Potsdam aftur höfuðborg
Brandenborgarhéraðs og þar er
fjöldi vísindastofnana. Ferðamenn
frá öllum löndum geta óhindrað
skoðað höllina, þar sem Potsdam-
fundurinn var haldinn, og fegurð
Nýja Garðs.
Afmælisfrímerkið teiknaði Lutz
Luders frá Schönwald (Fagraskógi).
Myndin á því er vatnslitamynd úr
miðborginni og sýnir okkur Nikulás-
arkirkjuna en hún er á Gamla Mark-
aðnum, torgi í miðbænum. Þetta er
vatnslitamynd eftir Ferdinand frá
Arnim, máluð 1850.
BARNAHJÁLPIN
Hitt frímerkið, sem við skulum
skoða að þessu sinni, er einnig
þýskt. Það er gefið út til að minnast
fjörutíu ára afmælis Barnahjálpar
Sameinuóu Þjóðanna og starfs
hennar í Þýskalandi. Á alþjóðlegu
skammstafanamáli heitir sú stofnun
„UNICEF“. Þann 30. júní 1993 var
40 ára afmæli þessarar stofnunar og
nefndar á hennar vegum í Þýska-
landi. Nefndin var stofnuð til að
safna fé og skipuleggja hjálparstarf
meðal barna í þriðja heiminum þar
sem börn deyja af völdum sjúkdóma
og hungurs svo að þúsundum skipt-
ir.
Hve mörg ykkar vita að á hverjum
degi deyja um 35 þúsund börn í
heiminum? Ástæða þess að þau
deyja er meðal annars skortur lyfja,
mengað vatn, vöntun á læknishjálp
og hvers konar farsóttir sem ekki er
hægt að bregðast við. UNICEF
nefndir margra þjóða eru svo beðnar
að leysa einhvern hluta vandamáls-
ins.
Þegar þýska nefndin var stofnuð
árið 1953 voru verk hennar ekki mik-
il. En hún seldi 7070 jólakort til
stuðnings starfinu. Andvirði þeirra
varð 2.828 þýsk mörk. Næstu tvö ár
tvöfaldaðist salan árlega og svo enn
á ný árið 1955. Það voru einkum
konur sem söfnuðu þessu fé með
sölu kortanna. Þær seldu og selja
kortin án þess að taka nokkur sölu-
laun.
Nú er nefndarstarfið vel skipulagt
og um 8000 aðstoðarmanneskjur sjá
um dreifingu og sölu árið um kring.
Ágóðanum er skipt á verkefni meðal
127 þróunarlanda. Þýska nefndin er
ein af nefndunum í 32 þjóðlöndum,
fremst þeirra í dugnaði og safnar
mestu fé.
Vera Braesecke-Kaul teiknaði frí-
merkið en þar spyrja börn spurning-
arinnar: „Fyrst menn geta flogið til
tunglsins af hverju geta þeir þá
ekkert gert til að hindra að svona
mörg börn deyi í heiminum?"
æ s k a n s s