Skírnir - 01.01.1921, Blaðsíða 15
8
Matthias Jochnmsson.
[Skirnir
af nokkurri lýðæsing, og öllum var ókleift að fara með
hann í nokkurar gönur.
Hann sagði mér að minsta kosti einu sinni, fyrir
mjög mörgum árum, frá þeim tveim skiftum, er fundum
þeirra Björnstjerne Björnsons bar saman — eg held ekki,
að þeir hafi oftar fundist. Mér er það ógleymanlegt, því
að hann sagði svo skemtilega frá þessu. 1 fyrra skiftið
— það mun hafa verið veturinn 1856— 7 — var Björnson
Grundtvigssinni og kirkjutrúarmaður. Hann fór þegar að
tala um trúmál, og spurði um trúarskoðanir þessa íslend-
ings. Sira M. varð ógreitt um svör, eða fór að engu
óðslega, og Björnson fór að gruna, að hann mundi vera
nokkuð ískyggilega mikill skynsemistrúarmaður. »Þér
verðið þó að trúa á kraftaverkið, dásemdina«, sagði hann,
og varð hinn kennimannlegasti. — >Ja-á«, sagði Matthías.
Bn Björnson fanst einhver semingur í þessu, og var alls
ekki ánægður með sálarástand þessa unga íslendings.
Þegar þeir fundust aftur, hafði Björnson varpað frá
sér allri opinberunartrú. — »Þér eruð orðinn prestur*,
sagði hann. — »Já«, sagði síra Matthías. — »Þér trúið
þó ekki á alt þetta kraftaverka- og dásemdadrasl, sem
kirkjan er að burðast með?« sagði Björnson. — »Jæ-ja«,
sagði síra Matthias — »sumt af því«. Þá tók Björnson
að útlista það fyrir honum, að þetta væri alt saman úr-
eltar og ramvitlausar hugmyndir, og endaði, að því er
mig minnir, á löngu erindi um Davíð konung, sem síra
Matthías skildi ekki, að kæmi neitt trú sinni við.
önnur eins andleg hamskifti sem þau, er um var að
tefla hjá Björnson, komu aldrei fyrir síra Matthías Joch-
umsson. Þegar eg talaði við hann síðasta skiftið, var
hann merkilega likur því, sem hann hafði verið fyrsta
skiftið, sem eg talaði við hann um þau mál, er miklu
skifta — grundvallar-lífskoðunin í raun og veru alveg sú
sama — að eins festan meiri, hugmyndirnar ljósari, skiln-
ingurinn skýrari.
Á skólaárum mínum, 1875—81, naut eg þess láns og
þess unaðar að eiga kost á að tala meira við síra Matthías