Skírnir - 01.01.1921, Blaðsíða 84
76
Um hreinlæti.
[Skírnir
menn smiðað sjer bala og aæmilega laugarkollu úr trje
I sjeratökum baðklefum má koma öllu þesau auðveldlega
fyrir, veita heitu og köldu vatni í pípum og þarf þá ekki
annað en opna hana til þess að vatnið streymi yfir raann..
Sumum kann að vaxa það í augurn, að eiga að þvo
8jer i lítt hituðu herbergi, þó vatnið aje heitt, en þó er
það á8tæðulaust. Manni er það hollast að venjast á snögg
umakifti hita og ktilda, þola það betur fyrir bragðið og
verða minna kvefaælir. Það er því rjett, er lokið er
þvotti úr heitu vatni, að hella nokkrum sopa aí köldu vatni
yfir sig á eftir og þurka sjer vandlega að lokum.
Ef menn vilja komast hjá því að bleyta hárið (stúlk-
ur), er vatninu er steypt yfir höfuðið, þarf ekki annað eu
setja upp góða, kollu úr vatnsheldum dúk, sem taki vel
út yfir hárið.
Meðan menn eru að venjast köldum þvotti, er hyggi-
legast að byrja á því, að smeygja sjer úr skyrtunum, er
andlit er þvegið að morgni dags, og þvo sjer fljótlega um
allan bolinn með blautu handklæði eða baðþurku. Þetta
tekur að eins svipstund.
Sjálfsagt er það fyrir alla, sem vinna úti við, að þvo-
sjer um hendurnar, er þeir koma heim til að borða og
æskilegt, að allir geri það, þótt þeir sjeu við þiifaleg inni-
störf Það fer aldrei hjá því, að eitthvað af óhreinindun-
um á fingrunum berist ofan í mann með matnum Slíkt
er allajafna viðbjóðslegt, en stundum hættulegt.
Þó ekki sje nú nema það, að þvo sjer snöggvast um
hendurnar á undan mat, þá getur orðið tímatöf úr. slíku,.
ef margir eru heimilismennirnir. Það er því hætt við,
að lítið verði úr þessu nema alt sje vel og þægilega í
liaginn búið. Til þess þarf að vera sjerstakur ræstingar-
klefi rjett hjá útidyrum og sjeu þar hæfilega margar
þvottaskálar við hendina, vatn, sápa, þurkur o. þvíl. í.
riti mínu um »Skipulag sveitabæja< hef jeg sýnt hversu
þessu yrði bezt komið fyrir við aðaldyr hús3ins, en
á 2 mynd er sýnt, hversu koma má fyrir ræstingarklefa,.