Skírnir - 01.01.1921, Blaðsíða 136
Skírnir]
Eiriknr Briem.
127
mesta veltiár til lands og sjávar, og nú varð stefna hans
drotnandi á þinginu. Við hina nýju tollalöggjöf jukust
tekjur landssjóðs að miklum mun við það, sem áður var,
án þess að iþyngja landsmönnum um of.
Á hinu sama þingi kom í stjórnbótarmálinu frara
Btefna sú, er nefnd hefir verið »miðlunin«. Var Páll Briern,
siðar amtmaður, einhver helzti forkólfur hennar. Síra
Eiríkur var fylgjandi frumvarpinu og gekk það fram í
neðri deild, en dagaði uppi í efri deild. Á þinginu 1891
var meiri hluti þingmanna orðinn fráhverfur miðlunar-
stefnunni. Eftir þing var síra Eiríkur orðinn svo leiður á
stjórnmálaþrefinu, að hann vildi ekki gefa kost á sjer til
til þings, þótt skorað væri á hann. Hafði hann þá verið
þingmaður Húnvetninga í tvö kjörtímabil.
Árið 1892 var síra Eiríkur kosinn yfirskoðunarmaður
landsreikninganna. Vakti hann þá eftirtekt á því, að
peningaforði landssjóðs hjá landfógeta og peningaforði
®ftir landsreikningi ætti að standast á. Fyrir nákvæma
rannsókn þáverandi landshöfðingja, Magnúsar Stephensen,
á þessu atriði, fundust skekkjur, er orðið höfðu í tíð fyr-
verandi landshöfðingja, svo að misraunurinn færðist niður
í rúm 2000 kr. og var svo feldur niður 1905. En siðar
mun mismunur aftur vera fram korninn og skipta ekki
allfáum þúsundum.
Nú liðu svo nokkur ár, að sira Eiríkur gaf sig ekk-
®rt við stjórnmálum. Magnús landshöfðingi Stephensen
vildi 1895 gera hann að konungkjörnum þingmanni, en
sira Eiríkur færðist undan þeirri vegtyllu. Árið 1901,
þegar úrslitaglíman milli »Valtýzku« og »Heimastjórnai« var
fyrir hendi, fór landshöfðingi þess enn á leit við síra Ei-
rík, að gerast konungkjörinn þingmaður, og ljet hann þá
tilleiðast Sökum veikinda eins þingmanns Heimastjórnar-
manna og annarra atvika, er hjer skulu ekki greind, urðu
Heimastjórnarmenn í minni hluta, þegar á þing kom. En
til vonar og vara kusu Valtýingar samt sem áður sira
Eirik til forseta sameinaðs þings til þess að ónýta atkvæði
bans í Btjórnarskrármálinu. En síðar, þegar Heimastjórnar-