Skírnir - 01.01.1921, Blaðsíða 85
■Skirnir]
Um hreinlæti.
77
íatageymslu (útiföt), þvottahúsi og eldhúsi í kjallara, þó
eldhús sje að öllum jafnaði betur sett á aðalhæð hússins.
I sambandi við aðra húðræstingu verður að minnast
á það, að sjerstakleg hætta er oft og einatt búin af óhrein-
indum umhverfis endaþarminn. Sóttkveikjur berast þar
aðallega á hörundið (taugaveikissýklar, egg innýflaorma
o. fl.) með saurnum og þarf því bæði að varast svo sem
verða má, að hörundið þar óhreinkist og ekki síður að
óhreinindin berist á fingurna. Ef nokkuð hefir út af borið
í þá átt er sjálfsagt að þvo sjer tafarlaust um hendurnar,
nf mögulegt er að koma því við.
Nú er það svo, að ef hægðirnar
eru algerlega eðlilegar eða í harð-
ara lagi, þá óhreinkast hörundið
lítið eða alls ekki, (einkum ef menn
sitja á hækjum sinum) og er þá öll
frekari i-æsting óþörf. Annars hafa
menn engin önnur handhæg ráð
fundið en skeinisblöð. Þó vel megi
nota allan algengan pappír til
þesBa er sjerstakur skeinisblaða-
pappír beztur, sem gerður er til
þess. Aldrei verður slíkur pappírs-
þvottur að öllu góður, en að svo
stöddu er ekki úr öðiu betra að
spila Víst er um það, að í hverju salerni þarf ætíð að vera
nægilega rnikið af slíkum blöðum (sundurskornum blaða-
pappír í litlum stokk eða grind, sem negldur er á vegg-
inn). Þetta er víða vanrækt hjá oss, þótt salerni sje bygt,
og er þó sjálfsagður hlutur.
Ovíst tel jeg það, að vjer Islendingar sjeum lús-
ugri en aðrar þjóðir, að minsta kosti var lúsin
hin mesta meinvættur í ófriðnum, og það á hermönnum allra
þjóða. Hitt er aftur víst, að lús og nútíma menning er
algerlega ósamrýmanleg. Vjer verðum að aetja oss það
takmark, að lúsinni sje algerlega útrýmt, að hún f i n n -
ist ekki á nokkru íslenzku heimili, ekki
2. mynd. Ræstingarher-
hergi með fatageymslu inn-
ar af forstofn í kjallaran-
um. Þaðan eru dyr inn i
þvottaherhergi með steypi-
baði. Volgt vatn frá elda-
stónni.
Lús.