Skírnir - 01.01.1921, Blaðsíða 55
Skirnir]
Ynglingar.
47
Oscar Montelius það á góðum rökum bygt1). En hvað
sem því líður, þá kemur aldur hauganna svo vel heim
við þau tímatakmörk, er jeg áður skýrði frá, að setja
mætti á sögulegum grundvelli um dauða Auns, Egils og
Aðils, að fullar sannanir mega heita fengnar fyrir að þau
sjeu rjett, þessir 3 konungar sannsögulegir og frásagnirn-
ar að mörgu leyti öldungis áreiðanlegar.
En þá er hinn 4. þessara feðga, sem jeg nefndi áðan,
faðir Aðils, Ottarr Egilsxon,
»þann hergammr
hrœgum fæti,
víðs borinn,
d Vendli sparn«
og nefndur var því Vendil-krdka. Snorri segir, sennilega
eftir Norðmönnum, að Ottar hafi fallið á V e n d 1 i á
Jótlandi, enda segir Þjóðólfur:
■»Fell Ottarr
und ara greipar,
dugandligr
fyr Dana vápnum*.
IVendli í Svíaríki, sveit, er svo heitir, skamt
fyrir norðan Gömlu-Oppsali, virðist þó æ hafa lifað sú
sögn, að Ottar hafi verið heygður þ a r og nafnið jafnan
haldist á haugi hans alt til þessa dags; finst þess getið i
sænBkum skrifum frá 17. og 18. öld, og bendir ekkert á,
að þau munnmæli sjeu þá ekki gömul. Próf. O. v. Frie-
sen ljet þá skoðun í ljós (1910), að hjer myndi vera hinn
rjetti Óttars haugur Vendil-kráku, en hitt missögn, að
hann hefði tallið á Vendli á Jótlandi.2) B. Nerman rann-
sakaði þetta mál enn betur, og i ritgjörð þeirri, er hann
gaf út 1913, um hvaða konungar væru heygðir í Uppsala-
haugum, hjelt hann fram þeirri skoðun sinni, að Ottar
') Nord. tidsskr. 1918, bli. 221.
J) 0. v. Friesen, N'ár Sverige blev till (Upsala Nya Tidnings
julnummer 1910).