Skírnir - 01.01.1921, Blaðsíða 37
Skírnir]
Lærði skólinn.
29
Um fyrirkomulag skólans að öðru leyti er margt til
athugunar, og verður ekki nákvæmlega farið út í það hér.
Þó liggur eitt atriði svo nærri, að drepa verður á það.
Það eru heimavistirnar. Þær voru áður fyr i
skólanum og hafa fengið misjafna dóma. Það er fyrst og
fremst mikið húsrúm, sem til þeirra þarf og jafnan hefir
þótt vandhæfi nokkurt á um þrifnað og reglu í svo mann-
mörgum unglingahóp. Var heimavistunum einatt kent
um ýmsa kvilla, er bryddi á í skólanum áður. Og auð-
vitað má þar margt til sarpis vegar færa. En hitt er þó
vfst, að mikið vantar í skólalífið, ef þær eru ekki og ef-
laust hefir samheldni og félagsskap meðal skólapilta hnign-
að mjög, eftir að heimavistir hurfu úr skólanum Kemur
þar að vísu fleira til greina, t. d. það, hversu miklu minni
hluti skólapiltar eru nú af bæjarmönnum en fyrir svo sem
20 árum, svo að ekki sé lengra farið aftur í tímann, enda
gætir þeirra orðið heldur lítið í þeim urmul. Annað at
riði er hér og mikilsvert, en það er húsnæðiseklan í bæn-
um. Hún er- svo tilfinnanleg sem allir vita og má það
heita neyðaraðbúnaður, sem margt námsfólk verður að
sæta, og pó með afarkostum. Þetta er orðið svo ískyggi-
legt, að skólinn verður að gera eitthvað meira eu að fræða
þá, sem með herkjubrögðum geta holað sér einhverstaðar
niður sjálfir Má í þessu sambandi geta þess, að margir
stunda gagnfræðanám á Akureyri fremur en hér í Reykja-
vík meðal annars einmitt vegna þess, hve erfitt er að
koma sér hér fyrir. Úr þessu yrði því að bæta sem fyrst,
ef sambandið slitnaði milli gagnfræðaskólanna (Reykja-
víkur og Akureyrar) og lærdómsdeildar (Mentaskólans).
Þá mætti þessi annmarki ekki vera til fyrirstöðu, — því
að auðvitað eru Reykvíkingar einir ekki til þess kjörnir
að leggja landinu til nýta og mentaða embættismenn;
gæti bragurinn orðið bágur, ef þeir væru þar einir um
hituna, jafnvel þó að mikið mannval hafi nú safnast hér
fyrir úr sveitunum. Þarf að sjálfsögðu að vera svo í garð-
inn búið, að efnismönnum hvaðanæva af landinu gefist
kostur á að sækja skólann, meðal annars með ríflegum