Skírnir - 01.01.1921, Blaðsíða 105
Skirnir]
Fyrirlestur um Kina.
97
1500 rnílur enskar að lengd. Múrinn var mjög bættur á
15. öld, og þá enn lengdur um 300 enskar mílur. Þessi
múr er nú 22 fet á hæð og 20 fet á breidd, og geta þann-
tveir vagnar, sjeu þeir ekki óvenjulega stórir, ekið
samsíða eftir honum. Á múrnum eru reistir turnar, 40
feta háir, og eru 100 stikur á milli þeirra.
Annar eftirtektarverður atburður, er gerðist á stjórnar-
árum fyrsta keisarans, voru ofsóknir hans gegn lærðum
mönnum. Svo sem nokkuð má ráða af nafni því, sem
konungur þessi tók sjer, var hann haldinn þeirri óstjórn-
legu löngun, að láta alt byrja að nýju með sinni stjórn.
En með þvi nú að þetta mátti ekki takast, ef þekking á
Þá verandi skipulagi bærist eftirkomendunum, tók hann
það furðulega ráð, að skipa að brenna alla-r bækur, nema
þser einar, er fjölluðu um lækningar, akuryrkju og spá-
dóma. En þetta ljet hann sjer ekki nægja, og tók nú að
°fsækja lærða menn, og urðu þá margir að þola þanu
þerfilega dauðdaga að vera grafnir lifandi. Þetta bókmenta-
hervirki var svo ósleitilega unnið, að þá er næsta kón-
ungsætt settist að völdum, og aftur var tekið að hressa
við hin fornu vísindin, var það miklum erfiðleikum bund-
ið að grafa upp eitt og eitt eintak af fornum gullaldar-
ntum, er geymd höfðu verið í fjarlægum hellum og vegg-
skotum. Um sögubókina, þá varð ekki komist bjá að rita
hana upp aftur eftir minni aldraðs fræðaþuls, er hjet Fu-
seug; hafði hann, sem betur fór, komist undan ofsóknum
fyrsta keisaraus, og var nú á tíræðs aldri.
Chin-ættin sat skamma stund að völdum og kom þá
til rikis Han-ættin, og var það árið 206 f. Kr. — En um
arið 221 e. Kr. hefjast óeirðir og erjur í landinu, er stóðu
alt til ársins 618, og er það kallað »þriggja keisara tíma-
bilið*; en það ár hófst Tang-ættin til valda. Henni tókst
að friða landið, og hefst nú eitt hið ágætasta tíma-
bil í sögu Kínverja. Vel þykir mega kalla stjórnar-
ár þessarar ættar Elizabetar-öldina í bókmentum Kín-
verja, því að hinar háleitu vonir og göfga viðleitni,
er lýsa sem blys um allar greinir skáldmenta þeirra á þessu
7