Skírnir - 01.01.1921, Blaðsíða 25
'Skírnir]
Matthiaa Jochumason.
17
ast eftir Veiðigyðjunni1) okkar, enda þjóta póstar allir
atrax um hæl, og því hlýt jeg annaðhvort að duga eða
drepast til að koma mínum 5 ex. af Þjóðólfum út til
allra þjóða. Jeg hef ráðist í að stækka Þjóðólf, því þótt
8umum þyki drengurinn fölur á skjanna, þá hafa þó kaup-
endur heldur fjölgað síðan jeg byrjaði. Hingað til hef jeg
að mestu þagað um pólitík, og enn mun jeg gjöra það
að mestu, þar ísafold ung og smá er miklu meira inter-
esseruð. Mín stefna — ef hún er nokkur — er sættandi
og samþýðandi. Jeg veit vel að ekki stoðar að segja:
Gef frið um vora daga; — nei, »Lifet er en strid frán
början«; og víst er stríð fyrir liöndum, ekki einungis um
endilega, alfrjálsa yfirstjórn, heldur og um þá »innri« eða
»undir« stjórn, neðan frá og upp eftir, en svo kalla jeg
þjóðlíf okkar í prakisku tilliti yfir höfuð. Við eigum strið
fyrir höndum, höfum óvígan hér við að etja, eins og þjer
best vitið, en fátt lið og vanbúið mjög í fylking að skipa.
Er oss því sá eini kostur bestur, að tvískifta ekki styrk-
inum, heldur allir halda hóp, hvað sem á dynur. Þessir
helv. flokkadrættir (meiri og minni hluti), þeir duga ekki
nema í lífsnauðsyn. Jeg skoða þá flokka eins og liggj-
andi niðri, uns þing er sett að nýju, og hinar nýju þing-
•öldur taka að rísa í stað hinna fornu. Stríð má til að
vera, opposition má til að vera svo lengi sem vjer lútum
Dönum, en oppositionin verður að vera praktisk, svarandi
til situationarinnar og tímanna. Nú er mín meining að
hæna að oss opinionina alstaðar, en einkum í Danmörku,
já, látast slaka til meðan þjóðakraftarnir, sem hafa
sannarlega oftekið sig sem stendur, eru að hvílast,
— nóg er til að hugsa um. Jeg fæ brjef úr öllum áttum,
sem einmitt eru stiluð í þessa stefnu. Það er ekki mín
meining að hætta við vorar ýtrustu kröfur, — nei, nei,
nei! Suum cuique! Mín meining er að vekja lýðsins
áhuga og energi núna fyrst eða helst að praktiskum fram-
förum, því það er guðlaust athæfi altaf að standa og þrefa,
*) Hjer er átt við póstskipiö nDiönu“.
2