Skírnir - 01.01.1921, Blaðsíða 152
Skirnir] Dm innlenda menning og útlenda. 143
einokunin hófst fyrir fult og alt (1602), dregur mjög úr
utantörum ungra íslenskra mentamanna til annara landa
en Danmerkur, og fóru þá fæstir lengra en til háskólans
i Kaupmannahöfn.1) Verzlunareinokunin reyndist líka
andleg einokun.
Nú er það merkilegt, að þessar utanfarir í gömlum
sið hafa svipaðar afieiðingar eins og skólagöngur Islendinga
mörgum öldum áður. Andlegu lífi þjóðarinnar vex fiskur
urn hrygg að nýju. Þrátt fyrir endalaus hindurvitni,
trúarofsa og guðfræðisþvætting, er 17. öldin ein af hinum
miklu bókmentaöldum Islands. Menn ranka við sjer og
minnast þess, að þjóðin á fornöld, og einstaka mönnum
fer að skiljast gildi hinna fornu bókmenta. Þá er þegar
tekið til að safna gömlum handritum, og er því síð-
an haldið áfram alla öldina, þangað til Árni Magnússon
rak smiðshöggið á í byrjun næstu aldar. Og þetta mikla
þjóðlega menningarstarf, að bjarga hinum fornu bók-
mentum frá glötun og vekja þær upp, er meðfram unnið
fyrir hvatir og áeggjanir útlendra fræðimanna, svo að nú
hefir vindstaðan breytst svo, að utan úr löndum rennur
Í8lenskum fræðum blásandi byr í segl, — og hefir það
haldist æ siðan.
Árið 1618 bauð Kristján konungur hinn 4. biskupum
Islands að senda á ári hverju að minsta kosti einn stú-
dent frá hverjum skóla til háskólans í Kaupmanuahöfn.
Var þetta upphafið að einkarjettindum þeim, sem Islensk-
um stúdentum var veitt við háskóla Dana, enda má svo
heita, að frá því á 17. öld hafi íslendingar lítil kynni
haft af öðrum háskólum en honum. Allan þann tíma
hefir Kaupmannahöfn í raun og veru verið andleg höfuð-
borg íslands. Þaðan hafa borist flestir þeir menningar-
straumar, sem á þessum öldum hafa náð hingað til lands,
°g þar hafa ennfremur hafist þær þjóðlegu stefnur, bæði
‘) Sjá Landfræðissögu íslands II, bls. 3 og víðar. Hvergi hefir
verið ritað betur og rækilegar um það mál, sem kjer hefir verið gert
að nmtalsefni, en í þeirri miklu og merkilegu bók.