Skírnir - 01.01.1921, Blaðsíða 156
Skirnir]
Um innlenda menning og útlenda.
147
honum, til verðlauna fyrir vísindarit og til utanfarar háskólakeun-
ara í vísindalegu augnamiSi.
3. AS styrkja íslenzka námsmennc.
Jeg hefi ekki sjeð stofnskrá danska sjóðsins, en sjálf-
sagt fer hún í sömu átt, því að ætlunarverk beggja sjóð-
anna er þegar ákveðið í sambandslögunum.
Það væri nú synd og skömm, ef íslendingar vildu
ekki kannast við þann góðvilja og sáttfýsi Dana, sem
lýsir sjer í stofnun þessara sjóða. Og furðu illa mætti til-
takast, ef þeir yrðu ekki íslendingum til mikilla nytja á
komandi tímum. En þó er satt best að segja, að mikils
þykir við þurfa til þess að koma þessum tveim þjóðum í
kynni hvora við aðra. Við höfum nú verið í nærfelt 540
ár í pólitískum tengslum við Dani, og um langt skeið
þess tímabils áttum við yfir höfuð alls engin mök við
neina aðra þjóð en þá. Svo að talsvert tækifæri hefir
þó verið til viðkynningar. En samt hefir mönnum sýnst
það ráð, að láta það vera höfuðatriði á stefnuskrá beggja
sjóðanna, að »efla hið andlega samband milli Danmerkur
og íslands*. Jeg hygg, að það hefði mátt nægja að fela
að eins öðrum sjóðnum þetta hlutverk. íslendingum hefði
átt að vera heimilt að nota sinn sjóð, eins og þeim sjálf-
um sýndist, enda teljum við, að það fje sje gjald en ekki gjöf.
Engum manni hjer á landi mun koma til hugar að slíta
andlegu sambandi við Danmörku eða önnur Norðurlönd.
En hitt er satt, að við flestir munum líta svo á, að ný
sambönd við hin miklu menningarlönd sjeu okkur lífs-
nauðsynleg. —
Stofnskrá Sáttmálasjóðsins er samin nákvæmlega sam-
kvæmt fyrirmælum sambandslaganna, og er því tæpast
höfundum hennar um það að kenna, þótt maður hafi eitt-
hvað að henni að fiuna. En þó verður ekki betur sjeð,
en að óþarft hafi verið að ráðgera í stofnskránni að veita
fje til jfyrirlestrahalds um annað landið í hinu«, eða til
þess að snúa dönskum bókum á íslensku. Um hið síðara
atriði er það að segja, að það er blátt áfram hlægilegt,
því að hjer á landí getur hvert skólagengið mannsbarn
10*