Skírnir - 01.01.1921, Blaðsíða 30
22
Lærði skólinn.
['Sbirnir
Nii skall breytingin á (þ. 9. september 1904) eins og
skúr úr heiðskíru lofti, og virtist ekkert vera þar til fyrir-
stöðu, sem varnar hefði mátt vænta, því að svo óheppi-
lega vildi til,(að sá maður, sem einkum bar forntungurn-
ar fyrir brjósti í skólanum og var rektor hans, Dr. Björn
M. Olsen, treystist ekki lengur til að gegna skólastjóra-
starfinu, er um þær mundir var hið vandasamasta, enda
orðinn mjög bilaður á heilsu þau árin. Hefði honum
tæpast komið til hugar að sætta sig við þessa nýbreytni,
og svo handgenginn sem hann var hinni nýju landsstjórn,
mátti honum vera það í lófa lagið að afstýra þessu, ef
hann hefði annars enst til að standa í þeirri stöðu. Er
heldur ekki líklegt, að sú stjórn hefði séð þar betur með
annara augum en einmitt hans. Alt gerðist þetta því
nokkurn veginn hljóðalaust, og úr skólanum hevrðust
hvorki stunur né hósti — nema hvað næsti rektor kvað
hafa getið þess við skólaupp3ögn 30. júní það Herrans ár
1909, að þetta væri í síðasta sinn, sem
hann útskrifaði »1 æ r ð a « stúdenta. Svo
mörg voru þau orð.
Nú hefir þessari tilhögun verið fylgt i full 16 ár að
nokkuru leyti og 11 ár að öllu leyti; má það heita nokk-
ur reynslutimi, enda æskilegast að afleiðiugarnar fengju
að sýna sig, úr því sem komið var. Fylgismönnum þessa
fyrirkomulags þykir tíminn auðvitað sízt of langur, en
andstæðingarnir hafa líka látið sér lynda, að einmitt
t í m i n n leiddi það í ljós, sem forvígismönnunum skild-
ist ekki upphaflega. Og afleiðingarnar hafa talað hátt og
greinilega. I fyrsta lagi heyrast eilífar umkvartanir frá
háskólunum, erlendum og liérlendum, er allar hníga. að
því, að stúdentamentunin sé mun lakari en áður, aðal-
legast lausalopalegri, og að þekkingarskorturinn i forn-
tungunum sé tilfinnanlegur og reyndar svo, að ekki sé
við unandi. Hafa þar ýmsir mætir meun í þeim hóp og
utan hans nú horfið frá villu síns vegar, og afdráttarlaust
kannast við glapræðið, sem gert var, og þeir ýmist létu
óátalið eða jafnvel mæltu bót i fyrátu. En andstæðing-