Skírnir - 01.01.1921, Blaðsíða 76
68
Rauða kýrin.
[Skírnir
ingur heita, ef þú lætur skepnuna deyja úr kulda fyrii'
dyrum þinum «
Að svo mæltu fóru þeir fjelagar burtu, en kúna skildu
þeir eftir bundna við hestastein mikinn, er stóð á hlaðinu.
Þegar þeir voru farnir, vakti Kristín enn máls á þvi, að
farið væri út og sint um kúna, bað Brand að gá að guði
og láta ekki blessaða skepnuna híma úti í slíku veðri
Urðu og fleiri heimamanna til að styðja mál hennar. En
Brandur var húsbóndi á sínu heimili, ekki aðeins i orði
heldur og á borði. Kvaðst hafa neitað að taka kúna, og
lagði blátt bann við, að henni væri hleypt í hús, eða nokk-
uð að henni hlynt. Varð svo að vera sem hann vildi,
en fremur voru menn hljóðir það, sem eftir var dagsins,
og undu því illa, að heyra öskrið í rauðu kúnni, sem bund-
in stóð við hestasteininn í norðanbáli og grimdarfrosti.
Þegar leið á kvöldið fór að draga úr öskrinu og loks
þagnaði kusa alveg.
Næsta morgun er út var komið á Hólrni, stóð kusa í
sömu sporum við steininn. En hún hafði hljótt um sig,
var það og að vonum, þvi hún var steindauð, helfreðin
við hestasteininn á hlaðinu á Hólmi.
Ekki bar á því að Brandi brygði þótt svona færi. Gerði
hann hreppstjóranum orð, að hirða af henni hamsinn. En
ótalin voru tárin, sem Kristín húsfreyja feldi út af þess-
um atburði, og ómældir voru líka rajólkurdroparnir, sem hún
laumaði til ekkjunnar í Dal, það sem eftir var vetrarins.
Mai’gir lögðu Brandi til lasts þessar tiltektir hans með
kúna, en mest var það svona aftan við bakið á honum.
Enginn hafði djörfung til að ganga framan að honum með
slíkt, því síður, að nokkur sækti hann til bóta fyrir eigna-
spjöll eða illa meðferð á skepnum, og ekkjan í Dal varð
að þola skaða og skapraun bótalaust.
Rauða kvrin gleymdist. Brandur bjó búi sínu á Hólmi
og auðgaðist ár frá ári. Var hann talinn með ríkustu bænd-
um í sýslunni, og þó víðar væri leitað, og að jafnaði kall-