Skírnir - 01.01.1921, Blaðsíða 144
Skirnir] XJm innlenda menning og útlenda. 1^5
heldur um hitt, hverja stefnu þjóðin hafi markað sjer i
inentamálum sínum með því að ráðast i að sjá æskulýðn-
um fyrir hinni æðstu skólamenningu hjer innanlands. Því
að sú stefna er eitt hið mesta nýmæli þessara síðustu
tima. Rjett er þó að geta þess nú þegar, að hún var að
sumu leyti knúin fram af nauðsyn, enda er langt frá að
jeg sje henni andvígur, ef henni er ekki beint út í öfgar.
En til þess að lýsa skoðun minni á þessu máli, tel jeg
heppilegast að drepa á nokkur höfuðatriði, sem varða
afstöðu innlendrar og útlendrar menningar bæði fyr og
eiðar, en þó sjerstaklega á lýðveldistímanum. — —
í sögu íslands og allra Norðurlanda hefir það lengi
verið ein torráðnasta gátan, hverju það sætti, að hinar
fornu íslensku bókmentir spruttu hjer upp í þessu útskeri.
I fljótu bragði virðist þó, að víðast hvar hafi verið frjóv-
ari jarðvegur fyrir bókmentalegan gróður, andrúmsloftið
hollara fyrir andlega starfsemi, og yfir höfuð meiri von
til þess fyrir flestra hluta sakir, að hæfileikar manna og
andlegt atgervi gæti þrifist og notið sín. Og hverju sætir
það þá, að bókmentir íslendinga hinna fornu bera svo
mjög af bókagerð annara Norðurlandaþjóða um sömu
mundir sem frumskógur af kjarri. Utan Norðurlanda
aru að vísu um þetta leyti þjóðlegar bókmentir að lifna
við sumstaðar, en þó er óvíða um annað að ræða en
mjóan vísi til mikils gróðurs. En þá voru bækur
færðar í letur á íslandi, sem nú teljast einstakir gim-
steinar heimsbókmentanna. 0g hversu mátti það verða?
Margir fræðimenn hafa fjallað um þetta mál, og eru svör
þeirra við þessum spurningum mjög margvisleg og sundur-
leit. Á hinum siðustu áratugum hafa kenningar þeirra
Sophus’ og Alexanders Bugge haft allmikinu byr meðal
sumra útlendra vísindamanna. Hjeldu þeir feðgar þvi
fram, að hlýir og frjóvir menningarstraumar hefðu borist til
íforegs og íslands vestan um haf, og þó einkum frá Irlandi.
Reyndu þeir að sýna og sanna, að andleg starfsemi Is-
lendinga (og Norðmanna), bæði ljóðagerð þeirra og sagna-
ritun, ætti þangað rætur að rekja. Þessar kenningar sín-