Skírnir - 01.01.1921, Blaðsíða 100
92 í'yrirleatur um Rína. [Skirnir
eiga rót sína að rekja til sjerkenna eins eða annars lands-
hluta, gætu verið skemtilegar frásagnar; en þegar bezt læt-
ur bregða þær þó upp rangri mynd, sje á þær litið sem ein-
kenni heillar þjóðar. Jeg mun því alls ekki telja annað
þjóðareinkenni, en það, sem undantekningarlaust virðist
mega heimfæra til allrar kínversku þjóðarinnar í heild sinni.
I öðru lagi virðist Kínverjum svo, sem engin þjóð
hafi verið svo gersamlega misskilin utanlands sem þeir,
þrátt fyrir hinn takmarkalausa áhuga Vesturlandaþjóða að
kynna sjer kínversk efni, sem nokkuð má ráða af bóka-
fjölda þeim, sem árlega er gefinn út og um þessa hluti
fjallar. Hjer er nú vafalaust nokkuð því um að kenna,
er mönnum verður á sú skyssa að snara fram fullyrðing-
um, eins og þegar er á vikið. En mjög ber og að sama
brunni um hitt, er jeg vil leyfa mjer að kalla samúðar-
skort Vesturlandamanna yfirleitt, þeirra er þessi fræði
stunda Norðurálfubúar og Ameríkumenn eru jafnan nokk-
uð hróðugir af hinni vestrænu menningu, sem svo mikið
er gumað af, og tekst því sjaldan að útrýma algjörlega úr
huga sjer uppáhalds hleypidómum sínum, enda eru þeir
skírgetin afkvæmi andlegrar eyjafífisku. Og hversu sjálf-
stæðir sem þeir kunna að virðast í skoðunum, fá þeir þó
eigi stýrt undan áhrifum hinna ríkjandi vestrænu hug-
mynda, tilfinninga og skoðana, sem þeir telja að sjálf-
sögðu ágætastar allra fyrirmynda. Það er því varla að
furða, þótt alt, sem þeir kynnast í kínverskum stofnun-
um, lifnaðarháttum og hugsanalífi, verði annaðtveggja að
vera i samræmi við hinar svo kölluðu »vestrænu fyrir-
mynd«, eða sje ella haft að háði. Þetta er illa farið, því
að þau not, sem af því mega verða að kynnast erlendri
menningu, fara að mestu leyti forgörðum, takist ekki að
skoða hana frá hennar eigin sjónarmiði. Skilningstrjeð
fær eigi þróast þar, sem illgresi hleypidóma vex ofvöxt-
um. Hjer þarf því hið vermanda sólskin samúðarinnar,
og annað fær ekki að gagni komið.
Vesturlandabúum virðist margt undarlegt og óskiljan-
legt i háttum vorum. En ef þeir gættu betur að, mundu