Skírnir - 01.01.1921, Blaðsíða 51
Skirnir]
Ynglingar.
43
af, og svo sterk, að takast mætti, að hengja upp menn
í þeim. í Svíþjóð hefir fundist fjöldi gullgripa, einkum
frá bronziöldinni, en þeir hlutir koma nú engan veginn
þeBsari sögu við. Frá því um 750 f. Kr. og þangað til
nær 100 e. Kr. finnast engir munir úr gulli i Svíþjóð.
Frá 2. öld eru nokkrir og enn fleiri frá 3 og 4. öld, en
frá 5. og 6. öld eru til svo ágætir og miirilfenglegir gull-
munir fundnir í Svíþjóð, að undrum gegnir. Eftir miðja
5. öld hætta gullfundiruir skyndilega að heita máj en gull-
roðnir (gyltir) gripir frá næstu tímum á eftir hafa fund-
ist margir. A víkingaöldinni gætir aftur gullsins lítið eitt, en
þá var silfuröld jafnvel meiri en gullöld nokkru sinni áður.
Víkingaöldin kemur hjer ekki málinu við og er þá að leita
meðal gripanna frá ca 100 — 550, en frá 2. öld eru engin gull-
rnen fundin Frá því um 200 eru til hringar stórir, en fremur
veikgerðir; koma þeir engan veginn heim við frásögnina
um Agna konung Frá 3 og 4. öldinni eru til enn aðrar
gerðir af hálshringum úr gulli, en tæplega eru þau men
karlmanna-bálshringar, enda ekki þannig löguð að sagan
geti átt við slík men. En frá 5. öldinni eru til afar-
digur gullmen. sum samsett úr 2 hlutum, krækt saman
aftan á hálsinum, sum ósamsett, og eru þau sennilega
eldri, en á hvorri tveggja gerðinni ganga endarnir á mis-
víxl framan á hálsinum, og eru þeir með nokkru verki
til skrauts oftast. Einmitt þessi gerð á menjum á í alla
staði við söguna um henging Agna konungs og verður
ekki hjá því komist, að lita svo á, að í sögunui hljóti að
vera átt við þess konar men sem þessi Þó að þau hafi
ekki fundist enn frá því um 400 má gera ráð fyrir að
þau hafi komið upp þá eða jafnvel fyr, með óbrotnari
gerð en er á þeim, sem nú þekkjast frá 5. öldinni, enda
hefir annar fornfræðingur, Gunnar Ekholm, látið þá skoð-
un í ljós, að þessi men hafi i fyrstu verið gerð sem af-
brigði frá annari eldri gerð, er þekkist frá 4. öldinni.
Alitur Birger Nerman því vafaiaust, að þessi men hafi
verið til á þeim tíma, er ætla má að Agni konungur hafi
lifað á.