Skírnir - 01.01.1921, Blaðsíða 52
44
Ynglingar.
(Skírnir
Hvað viðvíkur Stokksundi þá hefir Birger Nerman
jafnframt fært sönnur á, að það sje Norðurstraumur
(Norrström), sem nú heitir svo í Stokkhólmi, er
kendur mun og við sarna stokkinn; Taurinn heitir nú
Suður-Taurinn (Södertörn) og Agnafit eftir því suð-
urhlutinn á Staðarhólminum (Stadsholmen), er nú
er kallaður svo. Þar sem þetta svæði er í miðri borginni
er vitanlega þess ekki að vænta, að haugur Agna konungs
finnist nú hjer, þótt hann kunni að hafa verið hjer, sem
hann hefir verið, ef Agnafit hefir verið hjer. I sögunni
er tekið fram, að Agni konungur hafi verið > þar
brendr*. Samkvæmt því er áður er sagt í sögunni
um »lagasetning Oðins«, i 8. k., *skyldi brenna alla dauða
mennt — >en öskuna bera út á sjd eða grafa niðr í jörð;
en eptir göfga rnenn skyldi haug gera til minningar, en eptir
alla pá menn, er nökkut mannsmót var at, skyldi reisa
bautasteina«.
Samkvæmt þessu segir Snorri einnig i formálanum
svo: »In fyrsta öld er kölluð bruna-öld; pá skyldi brenna
alla dauða menn ok reisa eptir bautasteina; en síðan er
Freyr hafði heygðr verit at Upsölum, þd gerðu margir
höfðingjar eigi síðr hauga en bautasteina til minningar eptir
frœndr sína; en siðan er Danr inn mikilláti, Dana-konungr,
lét sér haug gera ok bauð sik þangat bera dauðan með
konungs-skrúði ok herbúnaði ok hest hans með söðulreiði
ok mikit fé annat, [en hans œttmenn gerðu margir') svd
síðan, ok hófsk þá haugs-öld með Svíum og Norðmönn-
um«. Fornfræðingar hafa borið þá frásögn Snorra saman
við árangur rannsóknanna og deilt mjög um sannindi
hennar, misskilið hana, og stundum bygt of mikið á henni,
einkum fyrrum. Síðast í sumar, er leið, ritaði docent
Sune Lindquist ýtarlega grein um þetta mál8) og sýnir
fram á, að fornleifarnar einmitt færi sönnur á orð Snorra,
svo sem greinargjörð fyrir þvi, er menn á hans tímurn
/') Fyrir: gerðu margir hans œttmenn.
’) Fornvánnen 1920, bls. 81—82.