Skírnir - 01.01.1921, Blaðsíða 74
66
Ranða kýrin.
[Skírnir
Það var eitt sinn, er vetur hafði verið venju fremur
harður, að margir voru heylitlir, er kom fram á útmán-
uði. Höfðu sumir leitað til hreppstjórans í því skyni, að
hann leysti vandræði þeirra, því þá var ekki sú tilhögun
sem nú er, að hreppsnefndir væru skipaðar. Var því helzt
trausts að leita þar sem hreppstjórinn var.
Hreppstjórinn, sem var góður maður og gegn, skaut
á fundi á prestssetrinu sunnudaginn fyrstan í Góu eftir
mes8u Voru margir bændur við kirkju, því hann hafði
sent þeim orð, að koma til viðtals við sig og prestinm
Þar á meðal var Brandur á Hólmi.
Prestur bauð þeim til stofu, og tóku þeir nú að ráða
ráðutn sínum. Greiddist svo úr, að til sumarmála var sjeð-
fyrir öllum, nema ekkjunni í Dal. Hún var í þann veg-
inn að verða heylaus fyrir kýrnar, sem voru tvær. Væri
önnur tekin af henni, var liklegt, að hún gæti haldið lift
og lítilli nyt í hinni frameftir vorinu.
»Þú tekur beljuna af kerlingargreyinu Brandur,* sagði
hreppstjóri, »þú hefir auðan bás í fjósinu og nóg. átt þú.
heyin.«
»Jeg, nei, ekki eitt mitt bein, það er ekki að nefna,
það er mátulegt handa þeim að fella úr hor, sem ekki
kunna að setja á hevin.*
»Hún varð fyrir óhappi í haust, þegar torfið reif af
heygarðinum í mikla veðrinu og hún misti helminginn
af töðunni sinni, og ekki er betra að fá hana á hreppinn
með alla krakkana.®
»Það skiftir mig engu, og ekki sit jeg hjer, sje það
ætlun ykkar að níðast á mjer. Kúna tek jeg ekki, og Jæt
ekki heldur eitt heystrá út af heimilinu.«
Að svo mæltu tók Brandur hatt sinn, kastaði kveðju
á fundarmenn og fór
Kú var úr vöndu að ráða.. Allir vissu að þetta var
bara meinbægni af Brandi, og þótti þeim ilt að láta hon-
um haldast uppi, að skorast undan að bjarga í neyð, þeg-
ar margur lagði af mörkum, sem af minna hafði að miðlu.
Það varð því að ráði, að flytja aðra kúna i Dal á hamg