Skírnir - 01.01.1921, Blaðsíða 83
:Skírnir]
Um hreinlæti
75
máli gegnir, ef verið er við óhreinlega vinnu, ef til vill
holdvotur eða kófsveittur. Þá er það sjálfsögð þrifnaðar-
nauðsyn, að geta þvegið af sjer óhreinindiu þegar heim er
komið og það á sem auðveldastan hátt, því annars verð-
ur ekkert úr þvi, ekki sizt ef maður er dauðþreyttur. Og
sú getur vinnan verið, að nauðsynlegt sje að þvo líkam-
ann daglega Á hverju einasta heimili þurfa
því aðvera einföld tæki ti1 þess að 1 auga
sig, þvo af sjer óhreinindin.
Ótal tæki hafa menn smiðað til likamsþvottar, en
aldrei er það auðveit að koma þessu vel fyrir og ódýrt á
heimilum manna, því sjaldnast er
þar að gera um upphitað herbergi
til að laugast í og það er þó æski-
legast Einfaldast og ódýrast er
-að þvo sjer í þvotthúsi ef það er
til (þar sem föt eru þvegin). I
slíkum herbergjum er allajafna
steinsteypugólf með afrensli, svo I. mynd. Babkanna.
ekki sakar þó vatn fari á gólfið. (Gegnsknrður).
■Maður fær sjer þá héitt vatn i hentugt ílát, fer með
það í þvotthúsið, klæðir sig úr fötum, steypir vatninu
yfir sig svo hörundið blotni, nýr svo sápu á það, þvær
hana svo að lokum af með heitu vatni og þurkar sjer
með þurku (baðþurku). Hentugt og einfalt vatnsílát er
sýnt á myndinni. Er það lítil kolla úr vænu, tinuðu
«ða galvaníseruðu járnblikki með vænum handarhöldum
beggjamegin. Lokið er alt með smágötum og er kveikt
fast. Kollu þessari er brugðið upp yfir höfuðið á hvolfi
og rignii- þá heitu vatni niður, gegnum götin á lokinu,
yfir allan líkamann. Auðvitað er það enn betra, ef lítill
laugarklefi er til á heimilinu. Sje hvorki um sjerstakan
laugarklefar að gera nje hentugt þvotthús, verður að notast
við víðan bala (í eldhúsi eða svefnherbergi). Maðurinn
stendur þá í miðjum balanum meðan hann þvær sjer og
steypir vatni yfir sig. Fer þá tuest alt þvottavatnið í
balann og sjer litt á gólfinu. Auðvitað gætu laghentir