Skírnir - 01.01.1921, Blaðsíða 88
SO Um hreinlæti. [Skirnir
súrna, og jetur svo sýran tennurnar. Það hefir því lengi
verið talin helzta vörnin, að halda tönnum og munni tár-
hreinum, bursta tennurnar kvölds og morguns með sápu
og tannbursta, helzt líka á eftir hverri máltíð, eða að
minsta kosti skola þá munn og kok vandlega úr vatni.
Tannstöngul (fjöðurstaf, ydda eldspýtu eða þvíl.) er sjálf-
sagt að nota einnig, ef matarleyfar festast milli tannanna.
Að 8jálfsögðu þarf hver maður að hafa tannbursta fyrir
sig, og fara að öllu þriflega með hann.
Ef allir færu eftir þessum reglum, myndu tannsjúk-
■dómar minka til góðra muna, og að svo miklu leyti eru
þær sjálfsögð menningarkrafa, að illa hirtar óhreinar
tennur, óþrifalegur munnur, oft og einatt samfara nokk-
urri andfýlu, þykir ekki nú orðið siðuðura mönnum sæm-
andi. Þar á ofan getur slíkt valdið margskonar sjúkdóm-
um. Hirðingin er auðveld og tekur lítinn tfma, en fæstir
hirða tennúr sínar vel, nema þeir hafi vanist þ v í frá
barnæsku. Helzta mótbáran er ef til vill sú, að tann-
burstar, handa öllum landslýð, kosta talsvert fje á ári
hverju, en því er eigi að síður eytt í margt, sem miður
skyldi.
Sæmilega tannhirðingu kalla eg það, ef allar matar-
leyfar, sem maður verður var við, eru stangaðar úr tönn-
um eftir máltíð og munnurinn síðan skolaður vandlega
með ísöltu vatni, en tennur burstaðar á hverju kvöldi eftir
mat, eða áður en farið er í rúmið.
Eflaust munu margir segja, að eitthvað hljóti að vera
bogið við þessar reglur, því þegar menn höfðu beztar
tennur voru tannburstar ekki til. Þá vita allir að dýrin,
sem sleppa oftast við tannpínuna, hirða alls ekki tennur
sínar. Að lokum má það undarlegt þykja, að náttúian
hafi gert tennur manna svo illa úr garði, fremur en aðra
líkamshluta, að þær þurfa endalausa umhirðing.
Að miklu leyti eru þessar mótbárur rjettar. Tann-
pinan kemur ekki eingöngu af sóðaskap, þó hann spilli
til. Maturinn var allur annar fyrrum og reyndi miklu
meira á tennurnar, en þær þrífast illa, ef þær eru lítið