Skírnir - 01.01.1921, Blaðsíða 22
Skírnir}
Matthías Jochumsson.
15
um) með nýju, bráðfjörugu blaði. Guð gefi þeim lukku,
landi og lýð til gagns, ef þeir byrja það. Sem stendur
er mín meining, að skifta mjer ekki meir af deilunni, en
jeg álít skyldu mína, og það litla fremur sefandi en æs-
andi hugi manna. Jeg hefi skoðanir fyrir mig, sem stú-
dentar vorir ekki fallast á að öllu leyti — jeg er náttúr-
lega ekki pólitiskari en stúdentar, en þó hygg jeg að
mínar meiningar um suma hluti eigi framtíð og heyri
sannleikanum til. Jeg tala nú reyndar í þoku; jeg meina
hjer um bil þetta: jeg vil reyna að efla frið og samlyndi
hjer innanlands, eins og lífsskilyrði þess, að kraftarnir
þokist saman til framkvæmdanna; vjer erum stirð þjóð
og tortrygg, ömurlynd og ekki vel hreinskilin; eðli og
landshættir, kjör, vani og kringumstæður draga oss hvern
frá öðrum; móti þessum voða vil jeg setja vissan con-
servatívismi, nefnilega þennan: að draga niður dramb
manna og gorgeir, þar sem hann ætlar upp, reyna að
innræta mönnum hóf og drengskap og pietet etc. etc.
Animositet eða rýg við Dani vil jeg ekki heyra, það tilheyrir
liðinni tíð, heldur ekki er mjer um að prjedika um fjarska-
legt dálæti við Noreg: hver er eftir eðli sínu sjálfum sjer
næstur, og hver verður að hjálpa sjálfum sjer; enginn er
annars bróðir í leik. En þetta vitið þjer alt síðan löngu
áður en jeg fæddist. Sat de hoc.
Mikið gengur á og meira stendur þó til. Bara við
»með kvarnirnar* ekki verðum að steindröngum af
öllum þessum fádæmum. Hátið vor Víkverja á að hald-
ast á öskuhlíð(I). Haldi Juppiter »tárunum inni«, er vel,
en gráti hann yfir borginni, verður grátleg vor dýrð á
öskjuhlið. — Menn hafa verið að gnauða við mig um
minni, þ. á. m. 2 kongsminni. I þvi, sem jeg læt syngja
fyrir H. M. — ef til kemur — á Þingvelli, stendur þessi vísa::
»Landsfaðir, stíg vort Lögberg á,
Og lít svo yfir Drottins verkin !
Hvar sástú fegri frelsis merkin:
Eldsteyptu virkin, vötnin blá!