Skírnir - 01.01.1921, Blaðsíða 108
ÍOO í'yrirlastur um Kína. [Skírnir
skyldi vera einskonar andlegt heimili úrvalsmanna. Nú
þótt skáldskapur og skýringar gullaldarrita væri svo að
kalla fallin í gleymsku og dá, tóku aðrar tvær greinir
bókmentanna að vaxa og dafna um daga Yuan-ættarinnar.
Þessar greinir voru leikrit og skáldsögur. Leikrit Chi
Chun Hsiang eru ómetanleg skuggsjá samtíðarlífs og hátta.
En eitthvert merkasta rit þessa tímabils er »Saga Vestur-
bæjar« í sextán þáttum, og rituð af Wang Shi Fuh.
Greinir hún frá undarlegum æfintýrum ungs og ástfang-
ins stúdents. Hin fyrsta merkisskáldsaga Kínversk »Hsi
Yu Chi« (eða Vesturfarir) er rituð í samtals stýl; lýsir
hún afbragðsvei, og þó með nokkrum ýkjum pílagrímsför
prestsins Yuan Tsangs til Indlands til þess að leita að
Budda ritningum. Siðferðisgildi þessarar sögu hefir verið
lofað mjög fyrir þá sök, að hún gefur gott dæmi alveg
einstæðrar trygðar við hugsjón. En þessi trygð veitir
söguhetjunni þrek til þess að brjótast fram til sigurs
gegnum hverskyns skelfingar, og hafði hann þá uunið
íáttatíu og þrjár þrautir«.
Um árið 1361 kornust yfirráð landsins aftur í hendur
Kínverjum og kom þá Ming-ættin til ríkis; er nafn henn-
ar þegar kunnugt vesturlandabúum þeim, er safna fornu
postulíni, sakir þess að postulín frá dögum þessarar ættar
er frábærlega vandað. Margir yðar munu vafalaust minn-
ast orða Lambs, er hann játar, að hann unni nálega sem
kona fornu Kínversku postulíni, með hinum bláleitu kynja-
myndum, eins og þær líta út í hinu tæra lofti hins fagra
Cathay (= Kína). Tai Tsu keisari, sá er fyrstur Ming-
ættarinnar sat á veldisstóli Kina, komst spaklega að orði,
er hann mælti: »Á hestbaki hefi jeg unnið ríkið, en það
verður ómögulegt að halda því á hestbaki.« Fyrir því
lagði hann ni.ður hermensku þá, er Mongólat höfðu upp-
tekið, og tók að hlynna að mentun. Fyrsti ávöxturinn
af þessari stefnu hans var sá, að á fót var komið rikis-
prófum, og að standast þau var prófsteinninn á hæfileika
manna til þess að gegna opinberum sýslum. Þetta fyrir-
komulag varð langlífara miklu kouungaættinni, er kom