Skírnir - 01.01.1921, Blaðsíða 134
Skírnir]
Eiriknr Briem.
125
eíri deild og nefnd hafði verið sett til að athuga það,
reyndist nefndin því einróma mótfallin, og rjeð í áliti
sinu deildinni til að fella það.
Mótbárur þær, er nefndin með síra Arnljót Olafsson
1 broddi fylkingar hreyfði gegn frumvarpinu, hnigu eink-
QQi að því, að Söfnunarsjóðurinn væri að ætlun nefndar-
innar »eigi annað nje meira en einskonar sparisjóður, að
vísu næsta einkennilegur í samanburði við almenna spari-
sjóði nú á dögum, með því að frumvarpið inniheldur
ákvæði um forna fjársparnaðarhætti, sem nefndin veit
eigi betur en nú sjeu fallnir í fyrnsku«, . . . og nefndin
fái ekki sjeð, »að »Söfnunarsjóðurinn« hafi nokkra þá yfir-
burði yfir aðra sparisjóði landsins, að ástæða sje til
iyrir þeirra sakir, að landssjóður skuli tryggja hann með
ábyrgð sinni* . . . og að slík ábyrgð »væri bæði of hættuleg
iyrir landssjóð og of vafningssöm fyrir hina æðstu lands-
stjórn innan lands, og í annan stað alveg óvanaleg og
óþörf í rauninnO.1) — Mönnum dylst vart, að fyrgreindar
röksemdir eru ekki sjerlega veigamiklar.
Þegar síra Eiríkur sá, hvernig sakir stóðu í efri deild,
fór hann á stúfana og kom málinu svo vel fyrir, að það
var afgreitt sem lög frá þingdeildinni með 8 atkvæðum
Qaóti 3 (atkvæðum nefndarmanna) og staðfest af konungi
10. febrúar 1888.
Söfnunarsjóðurinn er í 4 deildum: 1) aðaldeild, sem
tekur við fje með þeim skilmálum, að höfuðstóllinn verði
aldrei útborgaður, heldur geti að eins skift um vaxta-
eigendur (undir aðaldeild heyrir deild hinnar æfinlegu
erfingjarentu), 2) útborgunardeild, er tekur á móti fje
Qieð þeim skilmálum að útborga það með vöxtum eftir
ákveðið eða óákveðið árabil, er þó má ekki vera skemra
en 15 ár, 3) bústofnsdeild, er veitir viðtöku fje manna,
8em ekki hafa náð tvítugs aldri, og útborgar það með
vöxtum, þegar þeir hafa fimm um tvítugt, og 4) elli-
styrksdeild, sem tekur við fje manna, sem hafa ekki
*) AlþingÍBtíðindi 1887 C, 395.—396. blt.