Skírnir - 01.01.1921, Blaðsíða 29
Skírnir]
Lærði skólinn.
21
(endursögnum) og öðru útflúri. Þar þóttust menn hafa
fundið þá fræðigrein, er í senn gæti fullnægt vísindunum
og viðskiftalífi manna. Má hið síðara reyndar til sanns
vegar færa, að í almennum viðskiftum milli ókunnra
þjóða sé hagkvæmt að geta fleytt sér í ensku, munnlega
og skriflega, þvi að hún þekkist víða og kann að vera
auðlærð til slíkra hluta. En hitt er fáránleg bábilja, sem
ilt er að þurfa að eigna nokkrum lærðum manni, að því-
lik tunga, sem er eins konar ruslakista annara tungu-
mála og er svo óreglubundin í alla staði, bæði í formi og
framburði, sem framast má, — að hún geti verið til þess
fallin, að skerpa skilning nemandans og gefa honum
rækilega þekkingu í almennri málfræði. Um það ætti
ekki að þurfa langrar rökfærslu, enda var þetta viður-
kent af þeim manni, er mest og bezt fékst við þetta
vandasama verk í skólanum og var frábærlega góður
kennari. Og hans vitnisburður hlaut að verða þungur á
metunum, jafnmikla alúð og hann hafði lagt við það starf.
Upp úr aldamótunum síðustu komst að nýtt ráðu-
neyti í Danmörku, er kendi sig við »Vinstrimenn«. Þar
varð kenslumálaráðherra I. C. Christensen, sá er síðar
gerðist stjórnarforseti og varð kunnur raaður. Var hann
barnakennari, er eigi hafði gengið hina svonefndu menta-
braut, í strangasta skilningi; var ekki stúdent eða »lærð-
ur« maður, sem kallað hefir verið. yýndi það sig brátt,
að hann vildi brúa það djúp, sem staðfest var milli lærðra
mauna og ólærðra, en til þess þurfti eðlilega að jafna
helztu torfærurnar á þeirri Leið, svo að sem flestir gætu
stiklað einstigið. Var þá hendi næst að losa um latínuna
og grískuna, því að þar var aðallega fólginn munurinn á
lærðum mönnum og ólærðum. Snerust ýmsir mentamenn
til fylgis við Christensen, og er ekki að orölengja það, að
stórlega var gengið á þessar fræðigreinar og lýðmentunar-
snið færðist yfir lærðu mennina — munurinn var að
hverfa. Líkar breytingar urðu og um sama leytl víðar í
álfunni, og mun mega telja þessa undiröldu til afsökunar
því, sem hjer var gert.