Skírnir - 01.01.1921, Blaðsíða 41
Skirnir]
Lærði skólinn.
33
þessi skoðun háttvirtra nefndarmanna er 'gagnstæð eðli
■og anda tvískiftingarinnar, eins og hán er réttilega skoð-
uð. Og það hefir áreiðanlega ekki vakað fyrir þeim,
er þessu atriði hafa áður hreift í einlægni og alvöru, að
s v o n a skyldi til hagað. Eðlilegast væri því, að gríska
yrði einmitt kend í málfræðisdeild, meðal ar.nars í stað
stærðfræði, er ekki á þar heiraa. Og virðist grískan satt
að segja vera þ a r eins vel sett og í Háskólanum, á
þessu stigi málsins, þar sem að eins er um frumatriði að
ræða. Ætti lærði skólinn ^einmitt að veita þar almenna
undirstöðu, er guðfræðisprófessorunum sjálfum væri ekki
ofætlun að byggja ofan á, er þangað kæmi. Þyrfti þá
heldur ekki að hafa til þessa sérstakan háskólakennara,
á meðan ekki er um meira að ræða. Háttvirtri nefnd
hefir ekki þótt taka því að geta að neinu afstöðu sjálfra
kennaranna til grískunámsins í skólanum, |eins og hún
kom skýrt fram á einum fundinum, er allir fastir kenn-
arar skólans (10) sóttu. Tel eg þó maklegt að tilgreina
það hér. Eftir nokkurar umræður bar eg undir atkvæði
kennaranna tillögu um, að griska yrði kend í 5. og 6.
bekk máladeildar, en sú tillaga var feld með 6 atkvæð-
um gegn 4. Auk mín greiddu tillögunni atkvæði Þorleif-
ur H. Bjarnason, Sigurður Tboroddsen og Bogi Olafsson.
Nú mun þó svo komið, að jafnmargir standi þar hvoru
megin (5:5). Til vara lagði eg til, að frakkneska yrði í
sömu deild aukin um 4 stundir á viku með tíma þeim,
er stærðfræðinni væru þar ætlaðar. Var þá samþykt
breytingartillaga sú frá Sigurði Thoroddsen, er getur um
á bls. 43 i Álitinu; var hún á þá leið, að taka 3 stundir
frá 8tærðfræðinni í máladeild og bæta þeira við frakk-
neskuna þar — og kveðst nefndin e k k i vilja hlíta
þeim úrslitum. í annan stað ætti það að duga öðrum en
gallhörðum stærðfræðingum, að nema stærðfræði í 5 vet-
ur, þ. e. í 1.—4. bekk skólans, og auk þess svo sem einn
vetur undir skóla. En minna má nú ekki gagn gera, að
dómi nefndarinnar, en að a 11 i r stúdentar læri hana í
<6—7 vetur, til þess að >gera nemendur læ3a á nútíðar-
3