Skírnir - 01.01.1934, Blaðsíða 10
4
Útvarpið.
[ Skírnir
an gerðu skrifararnir sameiginlega fundarskýrslu, er
þeir allir staðfestu með nöfnum sínum, og hefði hún þá
ekki annað en það, sem þeir væru sammála um“. Með
þessu móti gæti útvarpið flutt áreiðanlegar fregnir um
það, sem gerist á slíkum fundum, svo langt sem fundar-
skýrslurnar næðu.
Mikilsvert er, að útvarpið flytji sem greinilegastar
fregnir af því, sem til framfara horfir í lífi þjóðarinnar,
atvinnuvegum, vísindum, listum, íþróttum o. s. frv. Það
styður áhugann og greiðir fyrir þeim, sem að þessum
málum vinna.
Önnur aðalskylda útvarpsins er sú, að allt, sem það
flytur, sé svo vandað að meðferð, sem kostur er á. Þar
til heyrir góð framsetning, vandað mál og réttur og skýr
framburður. Auðvitað verður í þeim efnum aldrei á allt
kosið, því að mönnum er slíkt misvel gefið, og þegar efni
og hugsun er hvorttveggja gott, verður við að hlíta, þó
að eitthvað megi að flutningnum finna. Margir munu t.
d. fyrir forvitnis sakir heldur kjósa að heyra höfund
sjálfan lesa kvæði sitt eða sögu en annan, þó að betur
læsi, að minnsta kosti við og við.
Efni útvarpserinda verður allt af að miklu leyti val-
ið af höfundunum sjálfum. Það hefir sína kosti. Þau eru
þá frjáls og eðlilegur gróður, sprottin af áhuga á efn-
inu sjálfu. En þegar slíkum erindum sleppir, verður út-
varpsráðið sjálft að velja efnið og finna menn til, og
reynir þá á hugkvæmni þess og fundvísi á góð efni og
menn. Ef litið er á efni þeirra erinda, sem hingað til hafa
verið flutt hér í útvarpinu, er fljótséð, að mjög er þar
misskipt milli ýmissa greina þeirrar þekkingar, sem al-
menningi er nauðsynleg. Það er t. d. einkennilegt, hve
lítið hagfræðingar vorir hafa þar látið til sín heyra.
Skortir þar þó ekki merkileg viðfangsefni, svo sem verzl-
unarmál, skattamál, bankamál, samgöngur, tryggingar
o. s. frv., eða öll þau íhugunarefni, sem manntalið gef-
ur tilefni til. Röksamleg meðferð slíkra mála í útvarpinu