Skírnir - 01.01.1934, Blaðsíða 35
Skírnir] Um íslenska sagnaritun og um Njálu sjerstaklega.
29
höfundar. Þegar litið er á aðrar sögur finst mjer ekki
líklegt, að hjer sje um klaufaskap höfundar að ræða;
sú afsökun, að sagan sje það miklu lengri en aðrar og
t>að skýri þessar „misfellur“, er engin rjett afsökun.
Höfundar í eiginlegri merkíngu mundu víst mætavel
Það, sem þeir höfðu skrifað; þar að auki gátu þeir alt-
af flett upp í bók sinni, til að sjá hvað þeir höfðu skrif-
að. Sama má auðvitað líka segja um ritstjóra, en þar
til er að svara, að þ a ð gerðu ritstjórar (og skrifarar)
víst sjaldnast.
EÓS talar um ,,formgalla“ í 4 greinum, og er það
ekki svo lítið. Jeg get ekki rakið það alt hjer, enda hef-
ur mikið af því efni verið rætt. Sumt af því, sem EÓS
telur, er heldur ekki formgallar.
EÓS spyr (s. 298), hvar sje „rúm fyrir forna Njáls-
s°gu“, af því að svo mart sje í síðara helmíngnum, sem
sJe skylt Gunnars sögu. Þar til er ekki öðru að svara,
en að það sje ekkert undarlegt að slíkt geti komið fyrir
^já ritstjóra, og væri jafnvel undarlegt, ef ekki væri
svo. þar sem einn er ritstjórinn og sjálfum sjer líkur síð-
ast sem fyrst. Jeg fæ með engu móti sjeð, að það ónýti
hugsunina um eldri söguna; það er nóg ,,rúm“ til handa
henni. —
Eins er önnur spurning EÓS jafnóþörf. Hann spyr
(s. 287), hvernig það megi fara saman, að lofa söguna
fyrir mannlýsingar hennar og hinsvegar kalla hana
„samsteypu og uppsuðu“. Síðara orðið kann jeg ekki vel
við, og það hef jeg ekki haft, en látum það svo vera.
Það er ósköp hægt að hugsa sjer slíkt. „Samsteypumað-
urinn“ (ritstjórinn) var auðsjáanlega málsnillíngur;
(þótt hann hafi verið klaufi í samsetníngu sinni). Mjer
dettur í hug að minna á Árbækur Espólíns. Enginn getur
neitað því, að þær sjeu ,,samsteypa“ af ýmsum heimild-
um, eldri og ýngri, en Espólín setti sitt eigið málfar á
það alt saman.
Hjer kemur nú eitt merkilegt atriði í framsetníngu
eða stíl — eða hvað menn nú vilja kalla það — til greina.