Skírnir - 01.01.1934, Blaðsíða 96
90
Um mannfræðilegt gildi fornísl. mannlýsinga. [Skírnir
Ljósjarpir eða brúnir á hár .............. 8
Jarpir á hár................................. 4
Svartjarpir eða dökkjarpir á hár........ 2
Svartir á hár............................... 22
Af lýsingum þessum kemur í ljós, að á þeim dög-
um hafa menn aðgreint á 11 a mismunandi háraliti. Er
þetta eitt hið bezta dæmi um hina miklu nákvæmni, er
forfeður vorir beittu við mannlýsingar sínar. Það, sem
einkum vekur hér athygli vora, er hinn strangi greinar-
munur, er þá hefir verið gerður á tvenns konar ljósu
hári, þ. e. annars vegar á ljósu eða hvítu hári og hins
vegar á bleiku eða gulu hári. Þetta sést meðal annars
af lýsingunni á Herði Grímkelssyni: ,,Hann var hvítr
á hörund, e n bleikr á hár“.
Ljósa eða hvíta hárið er vafalaust einltenni manna
af norrænum kynstofni. Aftur á móti gæti gula eða
bleika hárið bent til þess, að hér sé um að ræða háralit,
sem eignaður hefir verið hinum svonefnda Dalakyn-
þætti. Önnur líkamseinkenni samfara gula eða bleika
hárinu virðast styðja þessa tilgátu (sjá síðar).
Eftirtektarvert er það einnig, að um dökkan hára-
lit er getið álíka oft og um ljósan háralit. Vafalaust
væri rangt, að draga af þessu þá ályktun, að dökki hára-
liturinn hafi verið jafn tíður og hinn Ijósi. Hitt mun
sennilegra, að dökki háraliturinn hafi verið sjaldgæfari
og þótt sérkennilegri, og einmitt þess vegna sé hans oft-
ar getið.
1 Hrafnkels sögu Freysgoða er sagt um Þorkel
Þjóstarson, sem var ljósjarpur á hár, að hann hafi haft
„ljósan lepp í hári“. Hér er að líkindum átt við það, sem
á erlendu máli er kallað ,,albinismus“ og nefna mætti
hvítni á íslenzku. Hvítni stafar af vöntun litarefnis í
hár eða hörund og koma þá fram litlausir blettir á húð
og í hári. Gætir þessa fyrirbrigðis meðal allra kynstofna.
Auk þessara lýsinga á háralitnum, er nú var getið,
greina heimildirnar oft frá mönnum, er höfðu kenning-