Skírnir - 01.01.1934, Blaðsíða 86
80
Andrés Bergsteinsson.
t Skírnir
sinn; hún var búin að ofurselja sig áður .... Og hann
var sjálfur nýbúinn að kyssa hana.
Viðbjóðurinn heltók Andrés, svo að hann hélzt ekki
við. Hann stóð upp og fór að ganga um gólf, fram og
aftur. Var allt kvenfólk svona andstyggilega lauslátt
og falskt? Var engin manneskja trú? Hafði móðir hans
þá líka verið svona, þegar hún var ung?
Sál hans varð köld af hatri til Kristínar, sem hafði
snúið öllu lífi þeirra í ógæfu fyrir einn samvizkulausan
flagara.
Gunnlaugur sýslumaður kom inn til hans aftur.
Hann var miklu glaðari á svipinn en fyrr.
— Jón bróðir yðar vill nú lítið úr þessu gera öllu
saman, sagði hann. Mér skilst, að þetta sé eitthvert
fljótræði af yður, Andrés minn, bætti hann við.
— Eg skil, að hann vilji lítið úr öllu gera! sagði
Andrés, æfareiður, en þó stilltur. Hann ætlar víst ekki
að fara að taka afleiðingunum af sínum verkum frem-
ur en fyrr!
Andrési fannst nú eins og einhver síðasti vonar-
neisti hefði slokknað. Allur efi hvarf gersamlega. Nú
fann hann, að hann skildi þetta allt rétt og vissi rétt;
augu hans höfðu opnazt til fulls. Jón vildi ekkert úr
neinu gera, breiða fals og hræsni yfir allt og hundast
burt. Þó að Jón væri huglaust kvikindi, þá hefði þó ein-
hver mannslund vaknað í honum nú, við aðra eins með-
ferð, ef hann hefði nokkra afsökun og nokkuð annað
en sektina og samvizkubitið.
Andrés snéri sér að sýslumanni og sagði, og það
var heimtufrekja í röddinni:
— Eg vil vita, hvort eg á að verða sekur eða ekki.
— Eg get ekkisagt um það, sagði sýslumaður hægt,
og var eins og þykknaði í honum. Jón bróðir yðar vill
ekki kæra yfir neinu; það er ekkert að honum, nema
hann segist hafa rekið sig á og hrumlazt í framan. Það
verður þá víst ekki um neina sök að ræða.
— Eg ætlaði að drepa hann, sagði Andrés, eins og