Skírnir - 01.01.1934, Blaðsíða 45
Skírnir] Um íslenska sagnaritun og um Njálu sjerstaklega.
39
Itjet íslendingabók, á latínu: libellus Islandorum. Þetta
schedæ-nafn, sem finst sem yfirskrift í uppskriftum Jóns
Erlendssonar, er eflaust tilbúníngur Brynjólfs biskups,
og frá þeim handritum komið, sem hann ljet Jón Erlends-
son skrifa fyrir sig.
Eftirskrift. I 19. tbl. Framsóknar hefur einhver
ónafngreindur höfundur skrifað grein, sem á víst að
vera nokkurs konar ritfregn eða ritdómur um bók EÓS,
og er dómur hans á þann hátt, ,,að dr. Einari Ólafi hafi
mistekist þetta [þ. e. að bókin megi hæfa hinu gamla
skáldverki] að allverulegu leyti“. Það þarf ekki meira
on þetta til að sýna, að greinarhöf. hefur lítið sem ekk-
ert vit á því, sem hann er að tala um. Hann segir, að
bókin sje ,,ekki nema að nokkru leyti um Njálu“ (hún
öll um Njálu), heldur um „kenníngar „fræðimanna“
(í gæsalöppum) um Njálu“, og hann dirfist að segja,
að ,,rannsóknir“ (aftur í gæsalöppum) þessara „fræði-
ttianna“ sjeu „handahófskendar og ófullkomnar“ o. s.
frv. Höf. varast að nefna nöfn þessara ,,fræðimanna“,
sem auðsjáanlega eru orpnir hans dýpstu fyrirlitníngu.
Þeir, sem til þekkja, skynja, hverjir þessir fræðimenn
ei'u. Nöfn þeirra eru ekki óþekt, og þarf ekki neinar get-
Sátur um. En lýsing höf. á þeim er röng og vitlaus. Bók
Lehmanns og Carolfelds um Njálu er djúptæk, mjög
svo nákvæm og í allri meðferð efnisins sannvísindaleg.
í*ar er ekkert af handahófi. Annað mál er það, hvort
allar niðurstöður þeirra sjeu rjettar, eða allar þeirra
hugleiðíngar. Þá nefni jeg mína ritgjörð um Njálu (frá
1904). Mjer er óhætt að segja (og það er ekkert grobb),
að þar sje ekkert, ekki eitt einasta orð ritað af handa-
hófi. Það sem hún nær, er hún bygð á rækilegum og
víðtækum rannsóknum margra ára. Annað mál er það,
hvort menn fallast á niðurstöður mínar eða ekki. Það
hefur EÓS ekki gert, nema í sumu. Það er nú einsog
gengur. Guðbr. Vigfússon hefur líka skrifað um Njálu,
°g hygg jeg, að sumum komi á óvart, að nafn hans sje