Skírnir - 01.01.1934, Blaðsíða 145
Skírnir]
Fagurt mál.
139
að 80,7% hinna tvíkvæðu rímorða í ferskeytlunum höfðu
langt sérhljóð, 19,3% stutt. Af einkvæðu rímorðunum
köfðu 68,4% langt sérhljóð, 31,6% stutt.
í öðrum kvæðum Þorsteins voru hlutföllin svo: tví-
kvæð rímorð, langt sérhljóð 75,3 %, stutt 24,7; einkvæð
rímorð, langt sérhljóð 65,3%, stutt 34,7. Af þessu sýnist
auðsætt, að Þorsteinn hefir haft tilhneigingu — sjálf-
ráða eða ósjálfráða — til þess að velja helzt langt vel
drægt sérhljóð í samstöfur, sem bezt fór á að dregnar
væru í framburði. Og tölurnar sýna, að hann hefir verið
sérstaklega næmur fyrir þessu, þegar hann orti fer-
skeytlur.
Hvort menn hafa veitt þessu eftirtekt, veit eg ekki,
ea eins og eg sagði áður, er það almannamál, að hann
yrki betur en aðrir menn. Er því fróðlegt að bera hann
saman við önnur skáld í þessu efni. Til þess hefi eg farið
yfii’ Passíusálmana, Bólu-Hjálmar, Sveinbjörn Egilsson,
Jónas Hallgrímsson, Bjarna Thórarensen, Grím Thom-
Sem Benedikt Gröndal, Steingrím Thorsteinsson og Ein-
ar Benediktsson. Þegar tekið er meðaltal af öllum þess-
UIa skáldum verður niðurstaðan svo: tvíkvæð rímorð,
langt sérhljóð 5-í,8%, stutt 45,2% ; einkvæð rímorð, langt
sérhljóð 65,3%, stutt 34,7%.
Þessar tölur tala ótvírætt um mismuninn á tækni
Borsteins og annara skálda. Án þess að gefa sig fyllilega
a vald ósveigjanlegri reglu, laðar hann orð sín miklu
betur að hættinum en aðrir, og fær þar af leiðandi orð
íyrir að yrkja manna sléttast.
En það dugir ekki að fara lengra út í þessa sálma
þótt merkilegir séu, enda má hér vísa til þess, sem Guð-
mundur Finnbogason segir um fegurð málsins í „íslenzk-
um glymdrápum“ (íslendingar, bls. 147). Aðeins skal
það tekið skýrt fram hér, að val hljóða til fyllingar
hætti hlýtur að vera geysi-mikilsvert atriði, þótt fæstir
rounu hafa gert sér ljósa grein fyrir því, og væri merki-
^egt að gera rannsóknir á þessu í ljóðum skáldanna til