Skírnir - 01.01.1934, Blaðsíða 37
Skírnir] Um íslenska sagnaritun og um Njálu sjerstaklega.
31
en mjök munt þú verða reyndr (k. 41),
ok væntir mik enn at honum fari vel (k. 43),
en þó mun ek á þat hætta, þvíat ek veit, at ek á við
dreng um (sst),
ok var mælt, at engi flokkr myndi jafnharðsnúinn
þeim (k. 51),
ok mælti ekki orð ilt (k. 59),
ok urðu allir á þat sáttir, at engi væri hans jafningi
í Sunnlendingafjórðungi (k. 66),
þvíat sét hefi ek marga íslenzka menn ok engan hans
nóta (k. 82),
jafnan váru þeir Njálssynir þar er mest þurfti
(k. 84).
Það eru einkum þeir Hrútr og Gunnarr, sem hjer
eru miklaðir.x) Greinar þessar eru náskyldar og sýna
sama höfund, að því er ætla mætti. Annað verður ekki
með neinum líkindum ráðið. Þær eru allar úr fyrri hlut-
anum. Hvernig er nú þessu efni varið í síðara hluta Njálu,
hinni eiginlegu Njálssögu? Því er fljótsvarað. Þar finst
ekkert, sem hægt sje að segja sje af sama tæi. Þar kunna
að koma fyrir ekki óskyldar setníngar, en þær eru þó
þess eðlis, að þær komast ekki í flokk með hinum. Hjer
er því greinilegur munur á „Gunnars sögu“ og því sem
eftir fer, segjum að minsta kosti frá og með kristniþætt-
inum (k. 101 o. s. frv.). Þetta atriði, sem ekki hefur verið
athugað fyrr svo jeg viti, sker úr. Það sannar, að mín
skoðun á Njálu er rjett, að hún er, eins og hún er nú, í
raun og veru samsteypa af tveimur frumsögum, annari
um Gunnar, hinni um Njál og sonu hans. Gunnars saga
er ýngri en Njáls. Ritstjóri hefur steypt sögunum saman;
hann hefur, einsog oft hefur verið bent á, gert sitt besta
með að samlaga þær og setja sama eða líkt málfar á þær,
en, einsog von var til, ekki hepnast það að öllu leyti.
Annað atriði, sem vert er að benda á, er notkun máls-
1) Vatnsdæla er full af slíkum setníngum, en hún er úng í
sinni núverandi mynd.