Skírnir - 01.01.1934, Blaðsíða 174
168
Nokkur orð um kirkjubækur.
[Skírnir
Stundum fluttu prestarnir þær með sér, er þeir fengu
önnur brauð. Má nærri geta, að margt hefir tapazt í
þeim flutningum. Átakanlegustu dæmin um flutning"
kirkjubóka eru frá sjálfum biskupsstólunum. Þegar
kirkjuprestar á Hólum og í Skálholti fengu prestsem-
bætti í fjarlægum héruðum, þá tóku þeir með sér kirkju-
bækur dómkirknanna! En þetta gerðist fyrir og um
1747. —
Mikill munur er á því, hve norðlenzkar bækur hafa
geymzt betur en sunnlenzkar, og hve þær eru betur hirt-
ar. Er það sjálfsagt loftslaginu að þakka. Sérstaklega
hafa bækur varðveitzt vel við Eyjafjörð, enda telur dr..
Jón Þorkelsson bókum hollast loftslagið þar. Yfirleitt má
segja, að flestar fallegustu kirkjubækurnar séu frá
Norðurlandi, einkum Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum.
Löngu áður en stjórnin skipaði að halda kirkjubæk-
ur, voru ýmsir prestar byrjaðir á því. Sjálfsagt er mikið
af þeim bókum nú glatað, ,en þó eru enn til bækur frá all-
mörgum prestaköllum, sem nú skal greint frá. Elzta
kirkjubókin, sem enn er til og teljast má fullkomin, er
frá Möðruvöllum í Hörgárdal. Hefst hún með árinu
1694 og eru síðan til kirkjubækur þaðan óslitið til vorra
tíma. Eru þær yfirleitt v.el hirtar og vel færðar. Löngu
fyrr voru þó Reykholtsprestar farnir að halda eins konar
kirkjubækur, eins og síðar verður skýrt frá. Vegna þess
að bækurnar frá þessum tveimur prestaköllum eru lang-
elztar og að sumu leyti merkastar af öllum kirkjubókum
landsins, verður þeim lýst ítarlegar síðar.
Frá Hrafnagili í Eyjafirði er til merkileg bók, sem
hefst 1713, og heitir hún „Altariskver síra Þorsteins Ket-
ilssonar um tíma hans prestskapar til minnis saman skrif-
að“. í þessari bók er einnig kirkjubók Skálholtsdóm-
kirkju yfir árin 1713—1716.') Annars eru ekki til kirkju-
bækurfrá Skálholti, eldri en frá 1751, ogvantarþó í þær.
1) Síra Þorsteinn var áður kirkjuprestur í Skálholti. Hann
fékk einna beztan vitnisburð hjá Harboe, af prestum landsins.